Í Vikunni

Kökublað Vikunnar er komið út og það er ekki leiðinlegt fyrir köku konuna mig að fá að vera með í þessu glæsilega blaði. Ég er í léttu viðtali um baksturinn og fjölskylduna mína, ég deili uppskriftum að kökum sem eru í uppáhaldi hjá mér. Frönsk súkkulaðikaka, súkkulaðikaka sælkerans með bananafyllingu og klassísk eplakaka. Ég er búin að sjá margar uppskriftir í blaðinu sem ég get ekki beðið með að prófa, það er alltaf svo gaman að prófa nýjar uppskriftir. 
Ingibjörg Rósa fékk að sjálfsögðu að vera með á mynd. 

Súkkulaðikaka sælkerans í allri sinni dýrð.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

  • Þið eruð svo fínar, þið mæðgur og þú dugleg! 🙂
    Ég kannast nú eitthvað við þessar kökur 😉

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *