Mér finnst mjög ólíklegt ef pastaástin mín hefur farið framhjá ykkur en sú ást stigmagnast á degi hverjum, sérstaklega eftir að ég eignaðist pastavél.. mamma mía hvað ég verð að mæla með slíku tæki í eldhúsið ef þið eruð mikið fyrir pasta og langar að prófa að búa til sjálf. Ég skil ekkert í mér að hafa ekki prófað það fyrr – það er svo lygilega einfalt að búa til pasta, ég er að segja ykkur það satt. Hér er uppskrift sem ég elska og gæti borðað í öll mál, fyllt pasta með ricotta osti og spínatfyllingu… þið verðið bara að prófa. Heimalagað ravioli með ricotta- og spínatfyllingu. Pastadeig 400 g hveiti 3 egg 4 eggjarauður 1 ½ msk ólífuolía 1 tsk salt Aðferð:…