Archives

ÓMÓTSTÆÐILEGT TRIFFLI Á FIMMTÁN MÍNÚTUM – EINFALT MEÐ EVU

Ómótstæðilegt triffli á fimmtán mínútum Botn og fylling: • 200 g hafrakex • 100 g smjör • 500 g vanilluskyr • 250 ml rjómi • 1 tsk vanilludropar Söltuð karamellusósa með bananabitum • 5 msk sykur • 4 msk smjör • 1 ½ dl rjómi • 2 bananar Aðferð: 1. Útbúið saltaða karamellusósu með því að bræða sykur á pönnu við vægan hita, bætið smjörinu saman við og því næst smátt skornum bananabitum. Hellið rjómanum saman við í lokin og hrærið þar til þið eruð ánægð með þykktina á sósunni. 2. Hellið sósunni í skál og kælið á meðan þið útbúið bæði botn og fyllingu. 3. Setjið hafrakex og smjör í matvinnsluvél og maukið þar til kexið er orðið afar fínt. 4. Þeytið rjóma, blandið…

ACAI MORGUNVERÐARSKÁL – EINFALT MEÐ EVU

Súper morgunverðarskál með acai berjum • 1 dl Acai ber • 1 dl frosin blönduð ber • Hálfur banani • 2 dl möndlumjólk • 1 dl grískt jógúrt • Fersk ber • Múslí • Döðlusíróp Aðferð: • Setjið öll hráefnin í blandarann og maukið þar til blandan er orðin silkimjúk. • Hellið blöndunni í skál og skreytið með ávöxtum, sáldrið smávegis af döðlusírópi yfir og berið strax fram. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

GRÍSK PÍTA MEÐ TZATZIKI SÓSU – EINFALT MEÐ EVU

Grísk píta með ljúffengu nautakjöti og tzatziki sósu Pítur eru ómótstæðilega góðar og þessi píta með grískum blæ er sérlega góð. Nautakjötið verður ferskara með mintunni og tzatziki sósunni. Það er líka mikið sport fyrir hvern og einn að setja saman sína eigin pítu eftir smekk hvers og eins. • 600 g nautakjöt • 1 msk ólífuolía • 2 stk hvítlauksrif • 1 tsk paprikukrydd • 1 tsk cuminkrydd • Salt og pipar • 1 msk smátt söxuð minta • Börkur af hálfri sítrónu • Pítubrauð • Ferskt salat • Agúrka • Svartar ólífur • Rauðlaukur • Hreinn fetaostur • 1 skammtur tzatziki sósa, uppskrift hér að neðan Aðferð: 1. Skerið nautakjötið í jafn þykkar sneiðar. 2. Kryddið kjötið með paprikukryddi, cuminkryddi, salti, pipar, smátt…

OFNBÖKUÐ BLEIKJA Í TERYAKI SÓSU – EINFALT MEÐ EVU

  Ofnbökuð bleikja í Teryaki sósu með æðislegu hrásalati Matur í einum grænum – enn eitt dæmið um hvað er hægt að útbúa stórgóða máltíð á örfáum mínútum sem allir í fjölskyldunni elska. • 4 bleikjuflök • 1 msk ólífuolía + 1 tsk smjör • Salt og pipar • 6-8 msk Teriyaki sósa • 1 hvítlauksrif • 2 stilkar vorlaukur • 6 msk hreinn fetaostur • Ristuð sesamfræ Hrásalat • ½ höfuð Hvítkál • ½ höfuð Rauðkál • 4 gulrætur • 4 radísur • Handfylli kóríander • Safi úr hálfri appelsínu Aðferð: 1. Hitið ofninn í 180°C. 2. Leggið fiskinn á pappírsklædda ofnplötu. 3. Saxið hvítlauk og vorlauk mjög smátt og blandið saman við teryaki sósuna. Penslið fiskinn með sósunni og það má fara vel…

Kjúklingapasta á fimmtán mínútum – EINFALT MEÐ EVU

Kjúklingapasta með heimagerðu pestó Matur á korteri! Það gerist mjög oft á mínu heimili að allt í einu er klukkan orðin mjög margt og ég ekki einu sinni búin að hugsa út í það hvað við eigum að borða, þess vegna er frábært að eiga uppskriftir sem eru þannig að það tekur enga og þá meina ég enga stund að útbúa. Það þarf nefnilega alls ekki að stökkva á eftir næsta skyndibita þar sem það getur verið fljótlegra að gera einfaldan rétt heima við. *Fyrir fjóra Hráefni: 2 kjúklingabringur 400 g penne heilhveitipasta 1 msk ólífuolía Salt og pipar, magn eftir smekk Skvetta af sítrónusafi 1 hvítlauksrif 1/2 kúrbítur 10 – 12 kirsuberjatómatar 1 skammtur basilíkupestó, uppskrift hér að neðan Parmesan ostur, magn eftir smekk…

1 2