ÓMÓTSTÆÐILEGT TRIFFLI Á FIMMTÁN MÍNÚTUM – EINFALT MEÐ EVU

Ómótstæðilegt triffli á fimmtán mínútum

Botn og fylling:

• 200 g hafrakex
• 100 g smjör
• 500 g vanilluskyr
• 250 ml rjómi
• 1 tsk vanilludropar

Söltuð karamellusósa með bananabitum
• 5 msk sykur
• 4 msk smjör
• 1 ½ dl rjómi
• 2 bananar

Aðferð:
1. Útbúið saltaða karamellusósu með því að bræða sykur á pönnu við vægan hita, bætið smjörinu saman við og því næst smátt skornum bananabitum. Hellið rjómanum saman við í lokin og hrærið þar til þið eruð ánægð með þykktina á sósunni.
2. Hellið sósunni í skál og kælið á meðan þið útbúið bæði botn og fyllingu.
3. Setjið hafrakex og smjör í matvinnsluvél og maukið þar til kexið er orðið afar fínt.
4. Þeytið rjóma, blandið vanilluskyrinu varlega saman við ásamt vanilludropum.
5. Setjið kexmylsnu í botninn á glasi, því næst skyrblandan og karamellusósan fer yfir. Endurtakið leikinn þar til þið eruð komin með tvö – þrjú lög.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *