Bananabrauð er í miklu eftirlæti hjá mér og það er vissulega svolítið sætt en þess vegna finnst mér brauðið henta einstaklega vel á helgum þegar við spegúlerum ekkert svakalega mikið í sykri, eða ég geri það alla vega ekki um helgar. Ég smakkaði það fyrst þegar ég vann á sambýli hér á Akranesi fyrir nokkrum árum. Þá bökuðum við þetta brauð mjög oft og fengum aldei nóg af því. Það góða við þetta brauð er einfaldleikinn, það tekur enga stund að hræra í brauðið og það er rúmlega 50 mínútur í ofninum. Það kalla ég lúxus svo það er um að gera að hefja daginn á því að hræra í brauðið, skella því inn í ofn og dundast svo á náttfötunum þar til brauðið er klárt…