Snickers brownies Brownies uppskrift: 150 g smjör 250 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði 200 g sykur 2 stór egg 100 g KORNAX hveiti 1 tsk vanillusykur 2 msk kakó Karamellufylling 1 krukka Dulce de leche, karamellusósa 5 góðar matskeiðar af hnetusmjöri 1 dós sykurpúðakrem, sjá mynd hér að neðan 100 g ristaðar kasjúhnetur Súkkulaðikrem: 250 g mjólkursúkkulaði Aðferð: Hitið ofninn í 170°C (blástur). Bræðið smjör við vægan hita, saxið súkkulaðið og bætið því við smjörið og leyfið því að bráðna í smjörinu. Takið pottinn af hellunni og leyfið súkkulaðiblöndunni að kólna. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið vanillu, hveiti og kakó saman við og hrærið þar til deigið er silkimjúkt. Í lokin hellið þið súkkulaðiblöndunni við og blandið vel…