Kexbotn: 400 g hafrakex 200 g brætt smjör Aðferð: Bræðið smjör við vægan hita, setjið kexkökurnar í matvinnsluvél og hakkið fínt. Hellið smjörinu saman við og hellið síðan kexblöndunni í form. Sléttið úr blöndunni með bakhlið á skeið og þrýstið vel. Mér finnst best að nota smelluform en þá er þægilegra að ná kökunni úr forminu. Söltuð karamelluósu: 200 g sykur 2 msk smjör ½ – 1 dl rjómi sjávarsalt Aðferð: Setjið sykurinn á pönnu og bræðið hann við vægan hita. Gott er að hafa ekki of háan hita og fara hægt af stað. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við og hrærið vel. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er þykk og fín….