BRÚÐKAUPSAFMÆLI 23.JÚLÍ

Við Haddi áttum tveggja ára brúðkaupsafmæli á mánudaginn, þann 23.júlí. Almáttugur hvað þessi dagur var dásamlegur frá a-ö! Ég elska að skoða myndirnar frá deginum og það var hún Edit Ómarsdóttir vinkona mín sem tók þessar myndir, ég fékk mjög margar fyrirspurnir á Instagram þegar ég deildi nokkrum myndum þar á mánudaginn. Hún er algjör snillingur og var með okkur allan daginn, ég mæli mjög mikið með því fyrir tilvonandi brúðhjón. Nú þarf ég bara að sannfæra Hadda um að við þurfum að endurnýja heitin fljótlega svo við getum haldið annað svona gott partý, haha 😉

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *