Að gera vel við sig og sína á köldum sumardegi

Ég sótti þessar dúllur á leikskólann og ég varð að baka fyrir þá köku. Afþví þeir eru dúllur og dúllur eiga skilið að fá köku.

Ungfrú Eyja heitir kakan (já ég ætla að skíra matinn minn héðan í frá)
Til að byrja með gerði ég ósköp venjulega súkkulaðibotna, ég notaði mömmudraum uppskrift. Ég var með heldur minni form en ég er vön og því urðu botnarnir heldur þykkari. Sem var sérlega fínt því kakan átti að vera sem stærst 🙂
En notið bara þá súkkulaðikökubotna uppskrift sem þið eruð vön að nota.

Á meðan að botnarnir voru í ofninum þá ákvað ég að twista, nennti ekki að gera týpíska súkkulaðiköku svo ég þeytti rjóma, setti tvær tsk af flórsykri. (mér finnst það agalega gott ef maður ætlar að brúka rjómann í kökur að bæta flórsykri við. Mamma kom mér á lagið með það. Það gefur ansi gott bragð.) En svo bætti ég ferskum jarðaberjum og bláberjum við rjómann. Ég notaði hér um bil hálfa öskju af jarðaberjum og hálfa af bláberjum.
Næst þá ætla ég að taka það súkkulaði sem að mér þykir gott (pipp t.d.) og skera í smáa bita og setja saman við. Það vantaði pínu meira bragð í fyllinguna og því ætla ég að prufa það næst og mæli með því að þið setjið jafnvel kiwi, banana eða eitthvað gott súkkó. Bara það sem að manni dettur í hug hverju sinni.

Ég lét pínu dropa af bleikum matarlit.. bara til að fá fallegan bleikan lit.

Svo skellti ég þessu á milli botnana…
Hvítt-súkkulaði frosting (deliiish)

  • 230 g Smjör
  • 4 dl Flórsykur
  • 200 g Hvítt súkkulaði
  • 2 tsk. vanilludropar


Passið að smjörið sé lint. Blandið flórsykri og smjeri saman þar til það verður orðið vel fluffy.

Bræðið síðan hvíta súkkulaði (ég setti það í örbylgjuofn í 35 sek) Hrærið vel í súkkulaðinu þar til það verður orðið silkimjúkt.

Því næst bætti ég súkkulaðinu við fluffy kremið og bætti síðan vanilludropum saman við.
Hrærið svo vel í þessu í fáeinar mínútur.

Lítill dropi af matarlit

Oooog þá var ekki annað eftir heldur en að mjaka kreminu vel á kökuna og skreyta með ferskum ávöxtum.
Einstaklega fljótleg og gómsæt kaka.



Sérdeilis skemmtilegur félagsskapur
Svo þætti mér afskaplega skemmtilegt ef þið mynduð skilja eftir komment, bara svo ég sjái hverjir það eru sem eru að skoða bloggið :o) Það væri voða gaman.

Endilega deildu með vinum :)

11 comments

Leave a Reply to Helena - Cancel Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *