Ömmu Rósu brauð

 • 500 gr. Fínmalað spelt
 • 500 gr. Grófmalað spelt
 • 5,5 dl volgt vatn
 • 50 g Ger (ýmist ferskt eða þurrt)
 • 1tsk. salt
 • 100 g Feta ostur. (ég notaði ca. heila krukku af fetaost í saltlegi)
 • 2 msk. Ólífu olía
 • Handfylli af ferskum graslauk
Ath. Þessi uppskrift dugar í tvö brauð.

Sósur, mjög einfaldar.

Rauða

 • 4 msk af tómatsósu (ég nota frá sollu, sykurlaus)
 • 5-6 msk. af olíu
 • 4-5 hvítlauksgeirar (ég er mikið fyrir hvítlauk og nota því ansi mikinn)
 • Dass af salt og pipar
 • Handfylli af ferskum graslauk
 • Ýmis krydd. (Steinselja, oreganó, basilika)
Í raun mæli ég aldrei hvað ég set í þessar sósu, heldur smakka mig bara áfram. Þið finnið það líka um leið og ykkur finnst hún orðin góð þá er hún reddí to rambó.

Sú seinni, glæra er bara hvítlauksolía
Olía og mikið af hvítlauksgeirum.
Ýmis krydd, þau sömu og ég notaði í rauðu.

Notið bara það sem ykkur finnst best :o)

Allt sett saman í skál, passið að vatnið sé volgt.
Hræt saman þar til þetta er orðið að fínu deigi.

Deigið látið hefast í um það bil 30.mín (ráð frá mömmu að setja skálina ofan í ágætlega heitt vatn, hjálpar til við hefinguna)


Deiginu er skipt í tvo helminga og  flatt út.

Svo er það dúlleríið – rauða sósan fyrst og svo getur maður sett allt það sem manni dettur í hug inn í brauðið.
 Í þetta sinn notaði ég ost, ferska tómata og kalkúnaskinku.
Svo setti ég nokkra tómata ofan á ásamt handfylli af ferskum graslauk og ost. Svo penslaði ég hvítlauksolíunni vel á, ég hef ansi mikla olíu og brauðið verður enn betra fyrir vikið.

Stillið ofninn á 220° og látið brauðið bakast í um það bil 20 – 25 mín. Eða bara þar til það verður orðið fallega brúnt. 🙂


Þetta er uppskrift frá henni mömmu minni og því kalla ég þetta Ömmu Rósu brauðið. Þetta er ótrúlega ótrúlega gott brauð og ansi fljótlegt.

Endilega deildu með vinum :)

4 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *