Ég er búin að draga út fimm lesendur sem fá bókina mína Matargleði Evu senda heim. Það voru tæplega 1500 sem tóku þátt í þessum gjafaleik og það gleður hjarta mitt mjög mikið að svo margir hafa áhuga á bókinni minni. Auðvitað væri gaman að geta gefið ykkur öllum en…
Morgunmaturinn smakkast tvímælalaust betur ef hann er borinn fram í háu glasi. Grískt jógúrt, múslí, jarðarber, grófar kókosflögur, chia fræ og smá agavesíróp. Ljúffengur morgunmatur á þessum fína mánudegi. xxx Eva Laufey K. Hermannsdóttir
Ég bakaði þessar kökur fyrr í sumar eða nánar tiltekið þann fjórða júlí. Ég man það mjög vel vegna þess að daginn eftir var ég komin upp á sjúkrahús og þann 6.júlí kom dóttir mín í heiminn. Kannski voru það þessar kökur sem komu mér af stað?. Þær eru allavega…
Fyrir tæplega ári kom mín fyrsta matreiðslubók út, Matargleði Evu. Þið sem fylgist með blogginu á Facebook hafið sennilega tekið eftir því að ég ætla að gefa nokkrum lesendum bókina mína. Það hafa yfir þúsund manns skráð sig og ég er ótrúlega ánægð að svo margir hafi áhuga á bókinni…
Það er ekkert betra en að sofa út um helgar og byrja síðan daginn á ljúffengum morgunmat. Morgunkúrið um helgar hefur aldrei verið betra eftir að dóttir mín fæddist, það er svo gaman að vakna með skælbrosandi barninu sínu í morgunsárið. Það er besta leiðin til þess að byrja daginn…
Ingibjörg Rósa varð mánaðargömul í gær 6.ágúst. Tíminn líður hratt og okkur Hadda finnst hún stækka á ógnarhraða. Emilía Ottesen vinkona mín tók myndir af henni þegar hún var tveggja vikna og mig langar að deila nokkrum myndum með ykkur. Á Facebook síðu Emilíu getið þið skoðað fleiri myndir sem…
Í dag ætla ég að deila með ykkur uppskrift að eplaböku sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Bakan er afskaplega einföld og fljótleg sem er alltaf plús. Ég baka þessa mjög oft, bæði þegar ég á von á góðum gestum og svo bara þegar kökulöngunin kemur upp. (sem gerist…
Þann 6.júlí fæddist Ingibjörg Rósa Haraldsdóttir. Ég og Haddi erum ástfangin upp fyrir haus af litlu stúlkunni okkar. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvað þetta er dásamlegt og tilfinningin að fá barnið sitt í hendurnar er ólýsanleg. Við erum bara að kynnast hvort öðru í rólegheitum…
Ég bakaði í fyrsta skipti skinkuhorn um daginn, ég veit ekki afhverju ég hef aldrei bakað þau fyrr því mér finnst þau sérlega góð. Þessa uppskrift fékk ég hjá henni Kollu Björns en hún er gestur minn í þættinum mínum Höfðingjar heim að sækja annað kvöld á Stöð 2. Í…
Í Höfðingjum heim að sækja sótti ég leikkonuna Önnu Svövu heim. Anna og unnusti hennar Gylfi, reka vinsælu ísbúðina Valdísi sem hefur heldur betur slegið í gegn. Ég fékk að fylgjast með þeim bæði í Valdísi og heima í eldhúsi þar sem þau töfruðu fram lax með gómsætu meðlæti. Það…