Þetta veður kallar á góða og matarmikla súpu, við þurfum mat sem hlýjar okkur að innan á köldum rigningardögum. Það er eins og hellt sé úr fötu! Ég verð að viðurkenna að það er sérstaklega notalegt að vera heima við á svona dögum, ég þarf þó að koma mér út…
Ég er búin að draga út fimm lesendur sem fá bókina mína Matargleði Evu senda heim. Það voru tæplega 1500 sem tóku þátt í þessum gjafaleik og það gleður hjarta mitt mjög mikið að svo margir hafa áhuga á bókinni minni. Auðvitað væri gaman að geta gefið ykkur öllum en…
Morgunmaturinn smakkast tvímælalaust betur ef hann er borinn fram í háu glasi. Grískt jógúrt, múslí, jarðarber, grófar kókosflögur, chia fræ og smá agavesíróp. Ljúffengur morgunmatur á þessum fína mánudegi. xxx Eva Laufey K. Hermannsdóttir
Ég bakaði þessar kökur fyrr í sumar eða nánar tiltekið þann fjórða júlí. Ég man það mjög vel vegna þess að daginn eftir var ég komin upp á sjúkrahús og þann 6.júlí kom dóttir mín í heiminn. Kannski voru það þessar kökur sem komu mér af stað?. Þær eru allavega…
Fyrir tæplega ári kom mín fyrsta matreiðslubók út, Matargleði Evu. Þið sem fylgist með blogginu á Facebook hafið sennilega tekið eftir því að ég ætla að gefa nokkrum lesendum bókina mína. Það hafa yfir þúsund manns skráð sig og ég er ótrúlega ánægð að svo margir hafi áhuga á bókinni…
Það er ekkert betra en að sofa út um helgar og byrja síðan daginn á ljúffengum morgunmat. Morgunkúrið um helgar hefur aldrei verið betra eftir að dóttir mín fæddist, það er svo gaman að vakna með skælbrosandi barninu sínu í morgunsárið. Það er besta leiðin til þess að byrja daginn…