Archives for nóvember 2011

27.11.11

Fyrsti í aðventu, yndislegt. Ég er að springa úr jólatilhlökkun, ég fékk mér „Jól í bolla“ rétt áðan með lestrinum. Heitt jólakakó. Sá þessa fínu kakóuppskrift um daginn hér og ég varð að prufa. Einfalt og dásamlegt með alvöru rjóma. Ég sauð mjólk með kanilstöngum og negulnöglum, sigtaði það síðan frá…

Laugardagur i allri sinni dýrð. Lestur á hug minn í dag en  mikil ósköp sem mig dreymir um allt það notalega sem hægt er að gera á svona fallegum dögum.. en það verður að bíða til betri tíma. Það er líka hægt að gera lærdóminn kósí. Lágstillt jólalög, ilmkerti, mandarínur og…

Það kom umfjöllun um bloggið í Nýju lífi sem kom út í dag. Sérlega gaman að fá svona fína umfjöllun og þúsund þakkir enn og aftur kæru lesendur fyrir að nenna að koma hingað inn á síðuna. Mikið sem það gleður mig!  Í kvöld ætla ég að eyða kvöldinu með…

Mánudagsmorgun

Það er dimmt úti, rigning og mikill vindur. Hér sit ég við skrifborðið í náttklæðunum ennþá, með gott kaffi og kertaljós. Á svona augnablikum verður maður aðeins að staldra við, hversu kósí. Ég er endurnærð eftir sérlega góða helgi og nú hefst lærdómur fyrir prófin. Vonandi eigið þið góðan dag…

1 2 3