TÍU JÓLAEFTIRRÉTTIR

Ris A La Mande – Jólalegasti eftirréttur allra tíma og einstaklega ljúffengur. Algjörlega ómissandi um jólin!

Jóla Pavlova með Daim súkkulaðikremi og ferskum berjum. Þetta er kakan sem er fullkomin á jóladag.

Súkkulaði Panna Cotta sem hreinlega bráðnar í munni.  Með dökku súkkulaði og hvítu súkkulaði.

After Eight ísterta með berjum og súkkulaðis. Algjört sælgæti!

Tiramisu og Skyramisu  – báðir tveir einstaklega ljúffengir og fullkomnir með kaffibollanum.

Piparkökuís með saltaðri karamellusósu. Guðdómlega góður og einfaldur!

Bökuð ostakaka með sítrónu og ferskum berjum. Eitt sinn smakkað þið getið ekki hætt – ég lofa ykkur því.

Créme Brulée – ómissandi um jólin!

Súkkulaðibúðingurinn sem allir elska og fá ekki nóg af.

Súkkulaðikaka með mjúkri miðju. Svo góð að ég á erfitt með að lýsa henni – þið verðið að prófa þessa.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

 

Öll hráefnin í þessar uppskrift má finna í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *