Haraldur Sæmundsson yfirkokkur á Hótel Rangá var svo yndislegur að deila með mér og lesendun mínum uppskriftum af réttum sem hann ætlar að matreiða um jólin. Haraldur er skagamaður og meira ljúfmenni hef ég sennilega ekki kynnst. Hann er virkilega fær kokkur og matarástin er allsráðandi hjá þessum unga manni. Hann hefur…
Iittala er í sérlega miklu uppáhaldi hjá mér. Ég tók þá ákvörðun fyrir þremur árum að byrja að safna glösum frá þeim. Ég heillaðist mjög af þeirra hönnun, hún er mjög stílhrein og falleg að mínu mati. Gæðavörur á fínu verði. Ég hef fengið tvö og tvö glös í jóla-og afmælisgjafir…
Súkkulaðibitakökurnar hennar mömmu. Þessar kökur hefur mamma mín alltaf bakað fyrir jólin og auðvitað hef ég staðið mig ofsalega vel í gegnum árin að borða þær. Kökurnar eru virkilega einfaldar og það tekur enga stund að skella í eina uppskrift. Ég mæli því hiklaust með að þið setjið upp svuntuna…
Mánuður í jólin og þá má sko byrja að baka smákökur. Gærdagurinn byrjaði á lærdómi en svo tók baksturinn við heima hjá ömmu Stínu. Við áttum ansi ljúfan dag saman. Amma kenndi okkur að baka piparkökurnar hennar sem hún hefur bakað í mörg ár, þær eru að mínu mati ótrúlega…
Heitt piparmyntusúkkulaði er í miklu eftirlæti hjá mér, hér kemur einföld uppskrift að heitu súkkulaði. Piparmyntusúkkulaði 1 líter mjólk 175 g suðusúkkulaði 1 stk pipp súkkulaði (40 g) 2 dl vatn smá salt Hitið vatn og látið súkkulaðið bráðna í því, passið ykkur á því að sjóða ekki vatnið. Hrærið…
Ég átti ansi gott kvöld með mínum nánustu í gær. Borðaði ljúffengan mat hjá mömmu og fór svo yfir til Hadda seinna um kvöldið og horfði á skaupið sem að mínu mat var nokkuð gott. Svo hitti ég vinkonur mínar og við fórum út á tjúttið. Mæðgur að skála Feðgar…
Gamlársdagur. Í hádeginu þá hittumst við fjölskyldan heima hjá mömmu. Borðuðum ýmsar kræsingar sem hún móðir mín bauð uppá. Horfðum svo á kryddsíldina og höfðum það huggulegt. Bræður mínir fóru að metast um flugelda á meðan að ég lagaði eftirrétt sem ég hlakka mikið til að bragða á í kvöld,…
Árið 2011 var viðburðarríkt, lærdómsríkt og sérlega skemmtilegt ár. Ég tók saman nokkrar myndir frá árinu sem er að líða. Árshátíð með Hadda mínum Að pæjast í mars Um páskana var ég í bústað með þessum yndislegum gaurum og fór síðan til Akureyrar sömu helgi, það var ansi ljúft. Heimsins…
Gleðileg jól Þessi bið er ansi erfið Þetta er besta súpan sem ég veit um. Jólasúpa mömmu. Ég er með sérþarfir á jólum, mamma eldar handa mér purusteik á meðan að hinir borða hamborgarahrygg. Kaffi og konfekt. Ótrúlega sæl og þakklát með kvöldið. Naut þess að vera með fjölskyldunni…
Ég óska ykkur gleðilegra jóla kæru lesendur og farsældar á nýju ári.Vonandi verður árið 2012 ykkur öllum gjöfult og gott. Ég vona að þið eigið yndislegar stundir yfir hátíðirnar með ykkar fólki. Jólaknús Eva Laufey Kjaran