Dásamlegar súkkulaðibitasmákökur

Súkkulaðibitakökurnar hennar mömmu. Þessar kökur hefur mamma mín alltaf bakað fyrir jólin og auðvitað hef ég staðið mig ofsalega vel í gegnum árin að borða þær. Kökurnar eru virkilega einfaldar og það tekur enga stund að skella í eina uppskrift.
Ég mæli því hiklaust með að þið setjið upp svuntuna og vindið ykkur í baksturinn.

Súkkulaðibitakökur

  • 300 g smjör, við stofuhita
  • 2 egg 
  • 200 g sykur
  • 200 g púðursykur
  • 500 g hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 2 tsk matarsódi
  • 150 g súkkulaði, smátt saxað 
  • 1 tsk vanilludropar – eða möndludropar
 

 

Aðferð:
  1. Forhitið ofninn í 180°C.
  2. Þeytið sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós.
  3. Bætið næst eggjum saman við einu og einu í senn og þeytið vel.
  4. Blandið því næst öllu öðru saman við og hrærið við miðlungshraða í nokkrar mínútur.
  5. Kökudeigið á að vera mjög þykkt, það er gott að klára að hræra það saman með sleikju í lokin.
  6. Mótið kökurnar með teskeiðum og leggið þær á pappírsklædda ofnplötu.
  7. Bakið kökurnar í 12 – 15 mínútur.
Ilmurinn um heimilið er dásamlegur á meðan bakstrinum stendur, það er fátt huggulegra en að hafa smákökur í ofninum. Það getur verið strembið að bíða eftir þeim. Þær eru vissulega bestar nýkomnar úr ofninum og auðvitað verður ískalt mjólkurglas að fylgja með.
Ég bræddi ca. 50 g af súkkulaði yfir vatnsbaði og dreifði yfir kökurnar, ég stráði að lokum smá kókósmjöli yfir þær og það kom sérlega vel út. Smökkuðust mjög vel að mínu mati.
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

  • Þessar smákökur eru hrein dásemd :)aðrar súkkulaðibitakökur verð ekki bakaðar á mínu heimili. Takk fyrir uppskriftina! 🙂

    kv. Bogga

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *