Sushi kvöld

Í vikunni þá gerðum við vinkonurnar sushi og áttum ansi gott kvöld saman. Það er lang skemmtilegast þegar að allir dúlla sér saman við að gera matinn. Við borðuðum á okkur gat og meira til, drukkum smá vín og höfðum gaman. 

 Ferskur lax, túnfiskur, krabbi og rækja. 
 Stelpurnar mjög duglegar og einbeittar að skera. 

 Agla og Erna ánægðar með matinn

 Tempura rúllur. Ein rúlla með lax og hin með rækju. Dásamlega gott, það er svolítið þannig að allt sem er djúpsteikt er gott. 
 Spicy tuna rúlla, uppáhalds. Ég var þó ekki alveg hundrað prósent ánægð með rúlluna, fyrsta skipti sem ég prufaði að búa til hana þannig ég ætla að búa hana til fljótt aftur og þá læt ég uppskrift fylgja. 
Ferskur túnfiskur, graslaukur, spicy mayo, masago og gúrka spila lykilhluverk í rúllunni 🙂 

 Sætar vinkonur mínar

Ljómandi gott sushi og gott kvöld. 
Ég vona að þið eigið góða helgi 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)