Sumarlegar bollakökur

Sumarlegar og sætar bollakökur. Þessar bollakökur eru einstaklega
einfaldar.
Mér finnst voðalega gaman að baka bollakökur og skreyta þær. Þær eru  einstaklega
góðar nýkomnar út úr ofninum með engu kremi, nýbökuð bollakaka og ísköld mjólk.
Fátt sem jafnast á við það.
Það er hægt að bæta berjum við þessa uppskrift t.d. jarðaberjum
eða bláberjum, fer allt eftir smekk hvers og eins. Mæli með að þið prufið ykkur
áfram – möguleikarnir eru endalausir. 
Njótið vel. 

Sítrónu bollakökur með sítrónukremi

 U.þ.b. 12 – 14 bollakökur
280 g hveiti
1 tsk lyftiduft
115 g sykur
2 egg
250 ml mjólk
85 g smjör (brætt smjör)
Rifinn börkur af 1 sítrónu
Hitið ofninn í 200°C.
 Sigtið hveiti og lyftiduft saman, tvisvar til þrisvar. 
Blandið sykrinum saman við. 

  Pískið egg léttilega í skál, blandið mjólkinni og smjörinu (passið að smjörið sé orðið kalt) rólega saman við.

  Setjið sítrónu börkinn saman við og blandið þessu vel saman. 
 Bætið hveitiblöndunni saman við í nokkrum pörtum og hrærið vel í.
 Svona lítur deigið út þegar að það er tilbúið.
 Skiptið deiginu jafnt niður í pappaform. 

 Inn í ofn við 200°C í 20 mínútur. 
 Kælið kökurnar vel áður en þið setjið á þær krem. 

Sítrónukrem

85 g smjör, við stofuhita
190 g flórsykur
1 msk mjólk
1 msk sítrónusafi
½ vanilla extract (eða vanilludropar)
Hrærið smjörið þar til það verður orðið mjög mjúkt. Sigtið
flórsykur saman við og hrærið vel saman í 2 – 3 mín. Bætið mjólkinni,
sítrónusafanum og vanillu extractinu við, hrærið mjög vel saman í nokkrar mín. Ég
bætti matarlit út í kremið í lokin.

 Ég notaði ekki sprautupoka í þetta sinn til þess að setja kremið á heldur bara lítinn hníf og skeið.
 Það kom ansi skemmtilega út að mínu mati. 

 Sumarlegar og sætar bollakökur. 

Ljúffeng bollakaka. 
Ég mæli með að þið prufið þessa uppskrift. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

2 comments

Leave a Reply to Eva Laufey Kjaran - Cancel Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *