Ég var yfir mig ánægð þegar að ég vaknaði í morgun og það var sólskin, að vísu vaknaði ég við nágranna hundinn gelta endalaust og ég var nú ekkert sérlega yfir mig ánægð með það, en gott og vel ég dreif mig allavega fram úr snemma.

Skellti mér svo í sund í tvær klukkustundir og fór síðan í síðdegiskaffi til ömmu. Mæsa og drengirnir mínir komu líka og sátum við úti á svölum lengi og borðuðum bestu ís-köku sem að amma gerir. Ansi huggulegt!

Í kvöld ætla ég að borða gott með manni mínum og mögulega að kíkja í bíóhúsið eða út að hlaupa. Kominn tími á það ef ég ætla maraþonast eitthvað í ágúst. Jibbíkóla.

Fínn lunch. Fersk jarðaber og fersk bláber með dass af kókosflögum og smá undarennu.

Tan of the day!

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *