Fisk á diskinn minn

Ég elska fisk. En stundum getur soðin ýsa verið kedelig. Ég var bara ein heima í kvöld og var ansi svöng, og þurfti góðan mat á eins stuttum tíma og hægt var.

Þannig að…

Setti ólívuolíu og venjulega olíu í skál, skar ferskan graslauk og ferska tómata, pressaði hvítlauksgeira og blandaði þessu vel saman. Bætti síðan við dass af salt og pipar, og jú basiliku!

Skar ýsuna niður í litla bita og setti út í marineringuna. Ég þurfti að taka upp úr töskum og þess háttar þannig ég leyfði fisknum að marinerast á meðan að ég kláraði það og tók smá þrif-skver hér heima við – svo smellti ég þessu í eldfast form og lét inn í ofn í 15 mín við 180° .. skar niður fáein salatblöð, túmata og lét fetaost ofan á salatið.

Ilmurinn úr eldhúsinu var dásamlegur og fiskurinn silkislakur og ljúffengur!

Fljótlegt, ótrúlega gott og healthy healthy!

Eftirrétturinn var biti af súkkulaðinu sem ég keypti í útlandinu, ótrúlega gott!

That’s what’s cooking my friend!Endilega deildu með vinum :)

1 comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *