Í dag átti ég yndislegan dag með Írisi vinkonu. Við fórum í höfuðborgina og dúlluðum okkur í búðum – ég fann mér nokkra hluti í eldhúsið. Mér finnst skemmtilegast að kaupa hluti inn á heimilið. Ég er orðin spennt fyrir því að brúka nýju hlutina við bakstur og eldamennsku.

Þjóðhátíðardagurinn á morgun, ég ætla að fagna honum ærlega með því að fljúga til Seattle. Langt flug – stutt stopp. En ég er orðin spennt, held að Seattle sé ansi mögnuð borg og ég ætla mér að skoða smá af henni og jafnvel kíkja í eina búð eða svo.

En njótið morgundagsins og gleðilega hátíð! Frábær dagskrá hér á Skipaskaga þannig ég hvet alla til þess að vera hér á morgun.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *