Archives

GEGGJAÐ RÆKJUTACOS MEÐ FERSKU SALSA

Mánudagsfiskurinn í þessari viku var risarækjutacos með bræddum osti, stökkum tortilla vefjum og fersku salsa. Ég ætlaði reyndar bara að kaupa fisk til þess að steikja en brjálæðislega girnilegar tortilla vefjur fönguðu hug minn en þær voru ólíkar þeim sem ég kaupi venjulega og ég gat ekki annað en gripið þær með mér heim. Þetta kallaði einfaldlega á gott tacos kvöld! Tortilla vefjurnar  gegna lykilhlutverki í þessum rétti, ég segi ykkur það satt. Bragðið af þeim gerir matinn svo spennandi og hann verður líkari ekta mexíkóskum mat fyrir vikið, ég verð eiginlega að mæla með að þið kaupið þessar tortilla vefjur og þá vitið þið hvað ég er að tala um. Bragðmikið rækjutacos með fersku salsa Fyrir fjóra 2 pakkar risa- eða tígrisrækja (um það…

Pönnusteikt langa með blómkálsmauki, ferskum aspas og lauksmjöri.

Pönnusteiktur fiskur er alltaf brjálæðislega góður og ég elska glænýjan fisk í smjörsósu, það er einfaldlega best. Það tekur enga stund að útbúa þessa máltíð og það má eiginlega flokka þennan rétt sem skyndibita, þar sem vinnuframlagið er lítið sem ekki neitt en útkoman stórkostleg! Ég eldaði þennan fisk fyrir viku og get ekki beðið eftir kvöldmatnum í kvöld en það er einmitt fiskur á boðstólnum. Stórgóð byrjun á vikunni og við þurfum stórgóða byrjun til þess að þola þessa rigningu.   Pönnusteikt langa með blómkálsmauki, ferskum aspas og lauksmjöri. Fyrir 3-4 800 g langa, roð- og beinlaus Olía Smjör Salt og pipar 4 dl Mjólk 4 dl Hveiti Aðferð: Skerið lönguna í jafn stóra bita, setjið hvern bita ofan í mjólkina og því næst…

Kjúklingur Saltimbocca

Kjúklingur Saltimbocca er Ítalskur réttur og nafnið þýðir eiginlega „Stekkur upp í munninn“ og vísar til þess hve ljúffengur rétturinn er.  Í upprunalegu uppskriftinni er kálfakjöt notað en oft er kálfakjötinu skipt út fyrir kjúkling. Þessi réttur samanstendur af þunnum kjúklingabringum, hráskinku og salvíublöðum. Þetta er réttur sem á eftir að koma ykkur á óvart. Hann er mjög einfaldur en mamma mía hvað hann er góður. Sannkallaður sælkeraréttur sem þið ættuð að prófa. Rétturinn er borinn fram með kartöflumús og ljúffengri hvítvínssósu. Njótið vel! Kjúklingur Saltimbocca.     Fjórar kjúklingabringur     8 hráskinkusneiðar     10 – 12 fersk salvíublöð     Salt og nýmalaður pipar     1 – 2 msk. Ólífuolía   Aðferð: Skerið kjúklingabringur í tvennt og kryddið með salti og pipar. Leggið…

Fullkomin steik – Sous Vide nautalund með öllu tilheyrandi

Bóndadagurinn er á morgun og því er tilvalið að elda eitthvað gott annað kvöld eins og til dæmis þessa dýrindis nautalund sem ég bauð foreldrum mínum upp á um síðustu helgi. Ég er ekki frá því að þetta hafi verið besta nautalund sem við höfum smakkað, nú er ég ekki að lofsama sjálfa mig þar sem ég notaði Sous Vide tækið og það gerir kraftaverk. Ég er að segja ykkur það satt! Fullkomið naut með rótargrænmeti, kartöflumús og heimsins bestu rauðvínssósu sem ég fæ gjörsamlega ekki nóg af. Sous Vide nautalund Fyrir 4 1 kg nautalund (ég miða við ca. 200 – 250 g á mann) Salt og pipar Smjör Aðferð: Fyllið stóran pott af vatni, setjið sous vide tækið út í pottinn og stillið…

Einfalt og fljótlegt hummus sem bragð er af

Ég er búin að vera með æði fyrir hummus í nokkra daga og ég fæ bara ekki nóg af því! Ég elska að fá mér hummus ofan á hrökkbrauð eða með fersku grænmeti, ótrúlega einfalt og gott. Þessi uppskrift sem ég deili með ykkur í dag er afar einföld og fljótleg, en ég nota tilbúnar kjúklingabaunir en þið getið auðvitað keypt þær ósoðnar, lagt þær í bleyti og eldað. Það tekur aðeins lengri tíma en stundum hefur maður meiri tíma í eldamennskuna 🙂 Einfalt og fljótlegt hummus (Sem klárast eins og skot) 1 dós kjúklingabaunir 2 msk tahini mauk handfylli kóríander skvetta úr sítrónu 2 hvítlauksrif 1/2 dl góð ólífuolía 1 tsk paprikukrydd salt og pipar Aðferð: Kjúklingabaunirnar eru skolaðar og þerraðar Setjið öll hráefnin…

Heilsteiktur kjúklingur með sítrónu og tímían

Einfaldleikinn er bestur og þessi réttur sannar það, öll hráefnin saman í einn pott og inn í ofn! Vinnuframlagið nánast ekki neitt en útkoman hrikalega ljúffeng. Ég elda kjúkling að minnsta kosti einu sinni í viku og mér finnst mjög gaman að prófa nýja rétti, ég eldaði þennan kjúkling í gærkvöldi og hann vakti mikla lukku. Kjúklingur og sítróna fara svo vel saman.. og ég tala nú ekki um ef þið bætið tímían og smjöri saman við þá tvennu. Sósan sem ég útbjó úr soðinu er ein sú besta, sítrónubragðið er svo gott og ferskt með kjúklingakjötinu að ég verð eiginlega bara að biðja ykkur um að prófa þennan rétt þá vitið þið hvað ég er að meina. Mæli með þessum og ég vona að…

Kjúklingur Milanese

Mamma mía, hvar á ég að byrja? Það er kannski smá klisja á byrja á því að segja að þetta sé ein besta kjúklingauppskrift sem fyrirfinnst í heiminum… er nokkuð mikið að byrja færsluna svona hógværlega? Kjúklingur Milanese er einn þekktasti kjúklingaréttur í heimi og einn sá besti.. ítreka það enn og aftur. Ég gjörsamlega elska þennan rétt og panta hann yfirleitt á veitingastöðum ef hann er á matseðlinum, hann sameinar allt það sem ég elska.. kjúkling, pasta, góða tómat-og basilíkusósu og mozzarella! Þið getið rétt ímyndað ykkur ef þið útbúið heimalagað pasta með hvað þetta er dásamlega gott. Ég hef alltof lítið lofsamað pasta græjuna mína hér inni og hún ætti nú skilið sér færslu, kannski ég geri það bara á næstu dögum en…

Sítrónupasta og ljúffengt Mozzarella salat

Uppáhalds réttirnir mínir þessa stundina eru þessir tveir þ.e.a.s. sítrónupasta og Mozzarella salat  – ég hef sagt ykkur áður hvað ég elska pasta og það stigmagnast bara með degi hverjum (mögulega skelli ég þessu á óléttuna, haha). Ég gæti borðað Mozzarella ost í hvert mál – hann er svo góður eins og þið vitið og er auðvitað fullkominn með tómötum sem ég fæ heldur ekki nóg af þessa dagana.. semsagt ég fæ ekki nóg af neinu og borða mikið 😉 Hér að neðan er uppskrift að einfaldasta en jafnframt afar ljúffengum pastarétt og Mozzarella salati sem þið verðið að prófa. Sítrónupasta og ljúffengt mozzarellasalat * Fyrir þrjá til fjóra Hráefni: Spaghettí ca. 350 g salt ólífuolía 60 g smjör 140 g klettasalat handfylli fersk basilíka…

Kjúklingaborgari með jalepenosósu

Kjúklingaborgari með jalepenosósu 700 g úrbeinuð kjúklingalæri 200 g kornflex, mulið 3 – 4 msk ólífuolía 150 g sýrður rjómi 1 – 2 msk sriracha sósa 2 tsk hveiti salt og pipar ½ tsk hvítlauksduft Aðferð: Blandið saman í skál, sýrða rjómanum, sriracha sósunni, salti, pipar, hvítlauksdufti og hveiti. Þerrið kjúklingakjötið vel og setjið ofan í chili sósuna og veltið því næst kjúklingakjötinu upp úr muldu kornflexi. Hitið vel af olíu á pönnu og steikið kjúklinginn í ca. 2 mínútur á hvorri hlið, takið kjúklinginn varlega af pönnunni og leggið í eldfast mót og setjið inn í ofn við 180°C í 20 – 22 mínútur. Berið stökka kjúklinginn fram í hamborgarabrauði með jalepeno sósu og fersku salati. Jalepenosósa 2 dl majónes 1 dl grískt jógúrt…

Pulled pork hamborgarar með hrásalati

Pulled pork hamborgarar með hrásalati Hamborgarabrauð 470 g hveiti 3 tsk þurrger 1 tsk hunang 250 g volgt vatn 1 tsk salt 1 dl ólífuolía 1 egg, pískað Ofan á : Egg Sesamfræ Aðferð: Setjið þurrger og hunang út í volgt vatn og hrærið, um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerblandan tilbúin og þá má bæta hveitinu, saltinu, pískuðu eggi og ólífuolíu saman við. Þegar deigið er orðið þétt og fínt þá stráið þið hveiti á borðflöt og hnoðið deigið.  Setjið deigið í hreina skál og leyfið því að hefast í um það bil klukkustund eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Skiptið deiginu í jafn stóra bita og mótið hvern bita í kúlu, leggið þær síðan á pappírsklædda ofnplötu…

1 2 3 4 5