Archives

Spaghetti Bolognese – einfalt og gott!

Spaghettí Bolognese er einn þekktasti pastaréttur í heimi, einfaldur og bragðgóður. Að mínu mati er hann fullkominn haustréttur, þegar ég hef góðan tíma þá finnst mér ótrúlega huggulegt að dunda mér að útbúa þennan rétt. Leyfa honum að malla í rólegheitum og fylla heimilið af ilm sem fær öll hjörtu til að slá hraðar. Hér kemur uppskriftin sem ég eldaði um daginn og er alveg ljómandi góð, já alveg ljómandi. Spaghetti Bolognese Ólífuolía Smjör 2 stilkar sellerí 3 gulrætur 600 g nautahakk salt og nýmalaður pipar 1 nautakjötsteningur + 1 dl soðið vatn 1 krukka pastasósa frá Ítalíu Handfylli fersk steinselja 3 msk sýrður rjómi t.d. 18% frá MS Aðferð: Hitið olíu og smjör á pönnu. Steikið sellerí, gulrætur og hvítlauk í smá stund eða…

Hægeldað lambalæri með ljúffengu kartöflugratíni og piparostasósu.

Að elda mat í ofni er einföld matargerð, það er algjör óþarfi að standa yfir henni þó svo að hún taki stundum langan tíma. Það er ósköp notalegt að hafa lamb inn í ofni yfir daginn, ilmurinn um heimilið verður svo góður. Hægeldað lambalæri  1 lambalæri, rúmlega 3 kg Salt og nýmalaður pipar Lambakjötskrydd 1 msk t.d. Bezt á Lambið Ólífuolía 3 stórir laukar, grófsaxaðir 1 heill hvítlaukur, skorinn í tvennt, þversum 2 fenníkur (fennel), skornar í fernt 3 sellerístilkar, grófsneiddir 5 gulrætur 1 rauð paprika 700 ml grænmetissoð 3 greinar tímían 2 greinar rósmarín Handfylli fersk steinselja Aðferð. 1.     Hitið ofninn í 120°C. 2.     Finnið til stóran steikarpott eða stórt eldfast mót. 3.     Leggið lærið í steikingarpottinn eða mótið, veltið upp úr ólífuolíu og kyddið með salti,…

1 3 4 5