Archives

Ofnbakaður lax með kúskús og léttri fetaostjógúrtsósu

Ofnbakaður lax með kúskús og léttri fetaostjógúrtsósu 800 g beinhreinsað laxaflak með roði Salt og pipar 1 sítróna, börkur og safi graslaukur 1 hvítlauksrif 3-4 msk smjör Ólífuolía Aðferð: Leggið laxaflakið í eldfast mót, kryddið til með salti, pipar og nýrifnum sítrónuberki. Hellið smávegis af ólífuolíu yfir fiskinn og skerið smjörið í litla bita og leggið yfir. Rífið niður hvítlauk og sáldrið yfir ásamt smátt söxuðum graslauk. Eldið fiskinn í ofni við 180°C í 13 – 15 mínútur. Á meðan fiskurinn er í ofninum útbúið þið einfalt meðlæti, að þessu sinni æðislegt kúskús með papriku og kóríander. Kúskús 200 g hreint kús kús ½ kjúklingateningur salt og pipar 1 tsk rifinn sítrónubörkur 1 rauð paprika handfylli kóríander 1 dl fetaostur Aðferð Setjið kúskús í skál og…

Brjálæðislega gott kjúklingatacos!

Ég var búin að þrá gott taco og í gær eldaði ég þessa sjúklega góðu og stökku kjúklingataco sem ég get hreinlega ekki hætt að hugsa um, samt borðaði ég þetta fyrir örfáum klukkutímum! Ég þori að veðja að þið eigið eftir að elska þennan rétt jafn mikið og ég, þið verðið hreinlega að prófa hann sem allra fyrst. Ég er að hugsa um að hafa þetta aftur í kvöld, jájá hér dæmir enginn.   Stökkt og bragðmikið kjúklingatacos Kjúklingakjöt (magnið fer eftir því smekk) Nando’s Peri Peri sósa (hot) Tortillavefjur Olía til steikingar Salsa Lárperumauk Ostur Sýrður rjómi Kóríander Sítróna eða límóna Salsa 2 tómatar 1 laukur Handfylli kóríander Salt á hnífsoddi Pipar Ólífuolía Skvetta af sítrónusafa Aðferð: Skerið tómata, lauk og saxið kóríander…

Lambarifjur í trufflumarineringu og nautalund með piparostasósu

Það er ekki seinna vænna en að draga grillið fram í sumarblíðunni.. *hóst*. Við fengum þó nokkra sumardaga og ég var sannfærð um góða veðrið væri komið til að vera en ég gleymdi því í smá stund að við búum vissulega á Íslandi, haha. Eeeen, ég dreif mig að grilla þegar veðrið var gott og það var svo ótrúlega ánægjulegt að ég verð að deila því með ykkur. Ég keypti besta lambakjöt sem ég hef smakkað í langan tíma í Hagkaup, nánar tiltekið í Kringlunni. Lambarifjur í einskonar trufflumarineringu sem ég get ekki hætt að hugsa um og ég mun svo sannarlega kaupa það kjöt aftur um leið og sólin lætur sjá sig á ný. Ég bauð fjölskyldunni í grill og var með lambarifjur og…

Frönsk súkkulaðikaka með Dumle sósu a’la Gummi Ben

Þetta er örugglega í fyrsta og síðasta sinn sem ég deili uppskrift frá honum Gumma vini mínum, haha! En ef það er eitthvað sem ég hef lært af honum í Ísskápastríði að það er þá að búa til góðar súkkulaðisósur, jájá hann má eiga það. Þetta er algjör súkkulaði-og karamellubomba sem á erindi inn á hvert heimili, strax í dag helst. Sósan er svo góð að þið getið borðað hana eina og sér, en það er svona skemmtilegra að bera sósuna fram með einhverju góðu eins og til dæmis þessari köku. Frönsk súkkulaðikaka með Dumle karamellusósu 200 g smjör 200 g súkkulaði 200 sykur 4 egg 1 dl hveiti 1 poki Dumle karamellur (110 g) Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Þeytið saman sykur og egg…

Nautalund með ofnbökuðum tómötum og Mozzarella di bufala

Undanfarnar vikur hefur eldamennskan verið afar einföld á þessu heimili, ég er farin að nota færri hráefni og betri vil ég meina. Ég elska líka allt sem er einfalt og fljótlegt… þess vegna á þessi eldamennska vel við 🙂 Ég fór mjög svöng inn í Hagkaup í síðustu viku og það er alltaf frábært að fara svangur í matarbúð, þið þekkið það! Eins og þið vitið að þá hef ég verið í samstarfi við Hagkaup í nokkur ár og ég verð eiginlega að deila því með ykkur hvað nýja búðin þeirra í Kringlunni er geggjuð. Ég fór semsagt mjög svöng inn í hana og greip allt sem mig langaði í, girnilega tómata, ferskar kryddjurtir, góðan ost og girnilegt nautakjöt. Og jú, ég kemst aldrei hjá…

Fullkomið Lasagne með nóg af ostum!

Lasagne er einn af mínum eftirlætis réttum og ég elska að búa til gott Lasagne með mörgum tegundum af osti því eins og þið hafið eflaust tekið eftir á þessu bloggi að þá elska ég ost. Ég passa mig að gera alltaf mikið af Lasagne í einu og sker afganginn í nokkra bita sem ég frysti og get þá gripið í við og við. Mæli svo sannarlega með því! Fullkomið Lasagne með nóg af ostum. Fyrir 4-6 Hráefni: 1 msk ólífuolía 1 stilkur sellerí 1 laukur 2 hvítlauksrif 10 sveppir 800 g nautahakk Salt og pipar 1 msk smátt söxuð steinselja 1 msk smátt söxuð basilíka Spínat 2 krukkur maukaðir tómatar frá merkinu Ítalía (hver krukka 425g) Handfylli fersk basilíka (..já aftur meiri basilíka) 1…

Lífið á Instagram

Vinkona mín hún Vera á von á dömu núna í apríl og við héldum babyshower um síðustu helgi, að sjálfsögðu fékk hún bleika köku. Jóhann Gunnar kennir mér að pósa almennilega á myndum, það þarf að hugsa um þessar fætur líka! Æ sjá þær! Þessi mynd var tekin fyrir sex mánuðum síðan eða þegar Kristín Rannveig var nýfædd. Loksins fékk ég að fara í förðun hjá Hörpu Kára, hún er nú meiri snillingurinn. Haddi minn átti afmæli þann 20.mars. Við fengum okkur súkkulaðiköku í morgunmat.. og já í hádegis og kvöldmat líka. Á eftir kökuáti kemur græni safinn 😉 Þrjú geggjuð danskvöld að baki í Allir geta dansað.. Við snúum aftur þann 8.apríl og ég get hreinlega ekki beðið. Egg, bananar, haframjöl, lyftiduft og vanilludropar…

Einfalt og bragðmikið pastasalat

Einfalt og gott pastasalat 2 kjúklingabringur eldaðar, eða álíka mikið magn af öðru kjúklingakjöti 300 g penne pasta 1 krukka gott pestó 8 – 10 sólþurrkaðir tómatar 1 dl fetaostur ristaðar furuhnetur, magn eftir smekk góð jómfrúarolía nýrifin parmesan ostur 1 poki klettasalat Aðferð: Sjóðið pasta í söltu vatni samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Skerið niður kjúklingakjöt, sólþurrkaða tómata og klettasalat. Blandið öllu saman í skál, hellið pestóinu saman við og hrærið vel. Ristið furuhnetur á pönnu og rífið niður parmesan, sáldrið yfir pastaréttinn áður en þið berið fram og njótið! *Gott að geyma í ísskáp, smakkast vel bæði heitt og kalt! Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Fullkomið pasta á fimmtán mínútum og spínatsalat með truffluolíu a’la Sushi Social

Ég elska máltíðir sem eiga það sameiginlegt að vera fremur einfaldar og fljótlegar, sérstaklega á virkum dögum þegar ég hef ekki jafn mikinn tíma til þess að dúllast í eldhúsinu. Ég fór svöng inn í Hagkaup í síðustu viku og greip eitt og annað sem mig langaði í. Ég var með pasta á heilanum, eins og svo oft áður og þegar ég sá girnilegt ferskt pasta  varð þaðf yrir valinu ásamt dýrindis aspas og öðru góðu hráefni. Meðlætið var ofur einfalt, spínatsalat með truffluolíu a’la Sushi Social, hafið þið ekki örugglega smakkað það? Ég fæ í alvöru vatn í munninn að hugsa um þetta salat og reynt að „stæla“  það hér heima. Rétt eins og pastarétturinn er salatið ofureinfalt og svo gott að þið eigið…

Grænn ofursafi

Grænn ofursafi *ca. 3 – 4 glös ca. 150 g spínat eða grænkál 1 agúrka 1 sítróna 1 grænt epli 3 stilkar sellerí 3 – 4 cm engifer Ískalt vatn Aðferð: Skerið hráefnið smátt og skellið öllu í blandara. Hálffyllið blandarann með ísköldu vatni og blandið öllu mjög vel saman! Ég sía safann í gegnum sigti en þess þarf auðvitað ekki. Hann geymist vel í ísskáp í 1 – 2 daga! (jafnvel lengur en ég hef ekki enn reynt á það) Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups

1 4 5 6 7 8 80