Ofnbakaður lax með kúskús og léttri fetaostjógúrtsósu

Ofnbakaður lax með kúskús og léttri fetaostjógúrtsósu

  • 800 g beinhreinsað laxaflak með roði
  • Salt og pipar
  • 1 sítróna, börkur og safi
  • graslaukur
  • 1 hvítlauksrif
  • 3-4 msk smjör
  • Ólífuolía

Aðferð:

  1. Leggið laxaflakið í eldfast mót, kryddið til með salti, pipar og nýrifnum sítrónuberki.
  2. Hellið smávegis af ólífuolíu yfir fiskinn og skerið smjörið í litla bita og leggið yfir.
  3. Rífið niður hvítlauk og sáldrið yfir ásamt smátt söxuðum graslauk.
  4. Eldið fiskinn í ofni við 180°C í 13 – 15 mínútur.

Á meðan fiskurinn er í ofninum útbúið þið einfalt meðlæti, að þessu sinni æðislegt kúskús með papriku og kóríander.

Kúskús

  • 200 g hreint kús kús
  • ½ kjúklingateningur
  • salt og pipar
  • 1 tsk rifinn sítrónubörkur
  • 1 rauð paprika
  • handfylli kóríander
  • 1 dl fetaostur

Aðferð

Setjið kúskús í skál og kryddið til með kjúklingakrafti, salti, pipar og sítrónuberki. Hellið sjóðandi heitu vatni yfir kúskúsið þannig að það rétt fljóti yfir það. Leggið disk eða plastfilmu yfir skálina og leyfið þessu að standa í um það bil tíu mínútur. Að þeim tíma liðnum bætið þið smátt saxaðri papriku, smátt söxuðum kóríander og fetaosti saman við og berið fram með laxinum.

Létt og góð jógúrtsósa með fetaosti

  • 180 ml grískt jógúrt
  • 1 dl fetaostur
  • 2 msk smátt saxaður kóríander
  • 1 msk smátt saxaður graslaukur
  • 1 tsk hunang
  • safi úr sítrónu
  • salt og pipar

Aðferð:

Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota, smakkið ykkur gjarnan til á meðan þið útbúið sósuna.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *