Archives

TARTE TATIN

TARTE TATIN 1 pakki smjördeig 5 perur eða epli 4 msk sykur 4 msk smjör 1 tsk sítrónubörkur Vanilluís Aðferð: Stillið ofninn í 180°C. Afhýðið eplin og skerið í nokkra bita. Hitið sykurinn á pönnu sem á fara inn í ofn. Um leið og hann byrjar að bráðna þá bætið þið smjörinu út á pönnuna. Raðið eplabitunum á pönnuna og dreifið rifnum sítrónuberki yfir. Snúið eplunum við einu sinni og steikið í 3 -4 mínútur á hvorri hlið. Smjördeigið á að vera örlítið stærra en pannan sjálf og gott er að þjappa köntunum ofan í pönnuna svo það myndist ekki gat. Setjið pönnuna inn í ofn og bakið við 180°C í 40 – 45 mínútur. Um leið og smjördeigið er orðið gullinbrúnt og búið að…

Ómótstæðilegt mozzarellasalat

Ljúffengt salat með mozzarella osti og tómötum 2 stórar mozzarella kúlur 15-20 kirsuberjatómatar 2 buff tómatar 5 sneiðar hráskinka ½ búnt basilíka 1 dl ólífuolía Salt og pipar Balsamikedik Aðferð: Skerið niður tómata og leggið á fat. Rífið ostinn yfir tómata og kryddið með salti. Steikið hráskinku á pönnu þar til hún er orðin stökk, leggið hana yfir salatið. Merjið saman basilíku og ólífuolíu þar til blandan er orðin að pestói, kryddið til með salti og pipar. Setjið pestóið yfir salatið ásamt ferskum basilíkublöðum. Kryddið salatið með salti og pipar. Sáldrið ólífuolíu yfir ásamt smávegis af balsamikediki í lokin áður en þið berið salatið fram! Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Lambaskankar í bragðmikilli sósu bornir fram með perlukúskús

Hægeldaðir lambaskankar með hökkuðum tómötum og rósmarín. Þessi uppskrift er tilvalin á haustin eða að vetri til, þegar við þurfum sárlega á mat að halda sem yljar okkur að innan. Það er líka eitthvað svo sérstaklega notalegt að hægelda mat – það færist svo mikil ró yfir heimilið. 4 lambaskankar, snyrtir 1 msk ólífuolía eða smjör Salt og pipar 1 laukur 5 gulrætur 400 ml hakkaðir tómatar + 1 dl soðið vatn 4 msk rósmarín 300 g perlukúskús Aðferð: Hitið ofninn í 160°C. Brúnið lambaskankana á öllum hliðum upp úr smjöri í góðum potti sem má fara inn í ofn. Kryddið til með salti og pipar. Látið skankana standa með beinið upp í pottinum. Skerið grænmetið smátt og setjið út í pottinn ásamt rósmarín, hökkuðum…

Hvernig nærðu árangri?

Ég hef fengið talsvert af fyrirspurnum varðandi námskeið sem við Edda systir erum að halda þann 13.september og 4.október. Ef þið fylgist með mér á Instagram þá fór ég aðeins yfir námskeiðið í fljótu bragði þar í morgun (Insta stories) og þið getið hlustað á mig þar ef þið hafið áhuga. Annars langaði mig að setja hingað inn nánari lýsingu á námskeiðinu og hvetja þær konur sem hafa áhuga að skrá sig, það er orðið stútfullt á námskeiðið þann 13.september og við bættum við dagsetningu þann 4.október og ganga skráningar frábærlega. Lýsing á námskeiði: Vilt þú koma þér og efninu þín vel og örugglega á framfæri? Þarftu í starfi þínu að kynna efni og koma fram opinberlega? Viltu æfa þig í að koma fram í…

Ofnbakaður fiskréttur með rjómaosti og grænmeti

  Ofnbakaður fiskréttur með rjómaosti og grænmeti   Ólífuolía Smjörklípa 3 hvítlauksrif, pressuð 1 rauð paprika, smátt söxuð 1/2 blómkál, smátt saxað 10 – 12 sveppir, smátt saxaðir 1 1/2 msk smátt söxuð fersk steinselja 300 ml matreiðslurjómi 100 g  rjómaostur með hvítlauk 2 tsk ítölsk hvítlaukskryddblanda salt og nýmalaður pipar, magn eftir smekk 800 g ýsa eða þorskur Rifinn ostur Smátt söxuð steinselja Aðferð: 1. Hitið olíu og smjör við vægan hita, pressið hvítlauk og steikið í smá stund. Skerið allt grænmetið mjög smátt og bætið því út á pönnuna, steikið grænmetið í 5 – 6  mínútur. 2. Bætið matreiðslurjómanum saman við og hrærið vel í, kryddið til með salti og pipar. 3. Bætið 100 g af rjómaostinum saman við og blandið öllu vel…

BRÚÐKAUPSAFMÆLI 23.JÚLÍ

Við Haddi áttum tveggja ára brúðkaupsafmæli á mánudaginn, þann 23.júlí. Almáttugur hvað þessi dagur var dásamlegur frá a-ö! Ég elska að skoða myndirnar frá deginum og það var hún Edit Ómarsdóttir vinkona mín sem tók þessar myndir, ég fékk mjög margar fyrirspurnir á Instagram þegar ég deildi nokkrum myndum þar á mánudaginn. Hún er algjör snillingur og var með okkur allan daginn, ég mæli mjög mikið með því fyrir tilvonandi brúðhjón. Nú þarf ég bara að sannfæra Hadda um að við þurfum að endurnýja heitin fljótlega svo við getum haldið annað svona gott partý, haha 😉 xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

LÖNG HELGI Í KÖBEN – FULLKOMIÐ

Við fórum í langa helgarferð til Kaupmannahafnar í lok júní/byrjun júlí. Stórkostlegt frí í alla staði, fengum yndislegt veður sem var meira en nóg út af fyrir sig en í þokkabót eigum við góða vini sem búa í Kaupmannahöfn og við gátum þess vegna notið þess að vera í þeirra félagsskap. Smurbrauðsát, tivolí fjör og almenn huggulegheit einkenndu þessa ferð og ég fæ stjörnur í augun að skoða myndirnar úr ferðinni – mig langar helst að hoppa upp í næstu vél og endurtaka leikinn! Almáttugur hvað það var gott að kíkja aðeins út í gott veður, hitta frábæra vini og njóta út í hið óendanlega. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

INSTAGRAM MYNDIR

Kristín Rannveig er orðin níu mánaða gömul. <3 Kaffitímarnir eru meira næs á Almería Hamingjusprengjan mín í essinu sínu. Uppáhalds fólkið mitt. Fannst okkur geggjað í sólinni? JÁ. Mikill heiður að vera fjallkona á Akranesi á þjóðhátíðardaginn okkar. Kökuátið hefur gengið afar vel, þessi rigning hjálpar til við það. Loksins eru uppáhalds blómin mín fáanleg, bóndarósir! Gæða morgunstund á kaffihúsinu Kaja á Akranesi. Ég fékk mjög margar fyrirspurnir varðandi sundboli sem ég setti inn á Instagram, en ég kaupi þá flesta sem ég á í F&F. Mjög góðir sundbolir á fínu verði, mæli með að þið kíkið þangað. Spicy risarækjutacos sem sigrar rigningardaga. Þið getið fylgst með mér á Instagram, þið finnið mig þar undir evalaufeykjaran    

OFURBERJASKÁL MEÐ KÓKOSMJÖLI

1 bolli (3 dl) frosin blönduð ber 1 bolli (3dl) frosið mangó 170 g jarðarberjaskyr 2 msk. chia fræ (sem legið hafa í bleyti í a.m.k. 10 mín) 1 tsk hunang Klakar 1 dl ávaxtasafi til dæmis epla Aðferð: 1. Setjið öll hráefnin í blandara eða matvinnsluvél og maukið, hellið blöndunni í skál og skreytið gjarnan með bláberjum, jarðarberjum og kókosmjöli. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

FIMM SKOTHELDIR RÉTTIR Í HM PARTÍIÐ

Buffaló kjúklingavængir með gráðostasósa  Pulled pork hamborgarar með æðislegu hrásalati  Mexíkósk pizza með djúsí ostasósu  Camembert snittur í einum grænum, guðdómlega góðar Vinsælasta salat allra tíma, ostasalatið góða!    Njótið um helgina. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups.

1 3 4 5 6 7 80