Bóndagurinn – þriggja rétta lúxus máltíð

Ég gleymdi ekki bóndadeginum en ég var hins vegar ekki nógu sniðug og búin að plana einhver huggulegheit í morgunsárið, sem betur fer var Hadda boðið í bóndadagskaffi á leikskólanum hjá dóttur okkar. Þannig dagurinn byrjaði vel hjá Hadda og ég hef enn tíma til þess að bæta upp fyrir þessi mistök í morgunsárið.  Í kvöld ætla ég að minnsta kosti að elda eitthvað ofsalega gott og hef augastað á nautakjöti með heimalagaðri bernaise sósu… og steiktum kartöflubátum. Hér fyrir neðan er tillaga að fullkomun þriggja rétta kvöldverð sem þið getið borið fram í kvöld eða á morgun.. eða á sunnudaginn. Þessi þrenna mun aldeilis ekki klikka, því get ég lofað ykkur.

Silkimjúkt risotto með ferskum aspas og steiktu beikoni. Himnasæla, já himnasæla. Uppskriftin er hér 

Nautasteik með chili-bernaise, já ég vona að þið hafið fengið vatn í munninn. Uppskriftin er hér.

Dúnamjúk súkkulaðikaka með heimagerðum kaffiís. Uppskriftin er hér. 

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *