Súkkulaðidraumur Elsku bróðir minn á afmæli í dag og því bakaði ég handa honum súkkulaðiköku. Ég notaði þessa uppskrift, ég tvöfaldaði þessa uppskrift og bakaði fjóra botna. Ég bætti smá kakói við tvo botna svo þeir voru fremur dökkir. Súkkulaðikaka á alltaf vel við og var hún ansi ljúf með köldu…
New York í sólarhring. Ég flaug einu sinni til New York í fyrra og var þetta því í annað sinn sem ég kem til borgarinnar, gaman að koma aftur og svo mikið að skoða. Ég hefði auðvitað verið meira en til í að vera lengur, ég náði þó að skoða…
Byrjaði gærdaginn á því að fara í Magnolia Bakery, komst í kökuvímu, keypti mér krúttlegar bollakökur og límónaði, fann mér góðan stað í Central park, sólaði mig, borðaði kökur og skoðaði nýju kökubókina mína sem ég keypti í þessu dásamlega bakarí. Ég hef sjaldan verið jafn sátt og sæl á…
Mér finnst fátt huggulegra en að fá góða vini í mat til mín, ég reyni að vera dugleg að halda smá matarboð eða kaffiboð af og til, það eitt að setjast niður með góðum vinum, borða mat og spjalla frá sér allt vit gerir manni svo gott. Gott fyrir líkama…
Gleðilega þjóðhátíð kæru lesendur. Ég vona að þið eigið ljúfan dag. Á þessu heimili byrjuðum við daginn á þjóðhátíðarpönnukökum. Virkilega huggulegt 🙂 Njótið ykkar í dag. xxx Eva Laufey Kjaran
Mæli svo sannarlega með nýjasta tölublaði Gestgjafans, undir berum himni. Sumarlegar uppskriftir og sumarkokteilar ráða ríkjum í þessu tölublaði. Ég gerði þátt um þjóðhátíð, þjóðhátíðarboð. Nokkrar uppskriftir sem eiga vel við á þjóðhátíðardaginn. Ég vona að morgundagurinn verði ykkur góður því við eigum svo sannarlega að njóta hans, dagur okkar…
Kom heim í morgun frá Minnepolis. Fór þangað í fyrsta sinn í fyrra svo það var gaman að koma aftur, ansi hugguleg borg. Var svo heppin að vera með góðu fólki svo ferðin var mjög skemmtileg. Borðuðum á dásamlegum stað, í forrétt fengum við bruschettu sem var algjört æði. Þetta…
Sumarlegar og sætar bollakökur. Þessar bollakökur eru einstaklega einfaldar. Mér finnst voðalega gaman að baka bollakökur og skreyta þær. Þær eru einstaklega góðar nýkomnar út úr ofninum með engu kremi, nýbökuð bollakaka og ísköld mjólk. Fátt sem jafnast á við það. Það er hægt að bæta berjum við þessa uppskrift t.d….
Ég er farin að byrja daginn á því að fá mér te í stað þess að fá mér kaffi, undarleg nýjung hjá mér þar sem ég er mikil kaffimanneskja. Dagurinn í dag verður ljúfur, ég finn það á mér. Eftir smá stund fer ég í leikfimistímann minn og síðan beinustu…
Pestókjúklingur Ég er einstaklega hrifin af þessum rétt, mjög einfaldur og fljótlegur. Kjúklingurinn verður svo safaríkur og góður í pestósósunni. Gott er að bera kjúklinginn fram með fersku salati, hrísgrjónum og hvítlauksbrauði. Fyrir 4 – 5 manns.(Eins og þið sjáið á myndum hér fyrir neðan þá tvöfaldaði ég uppskriftina) 5…