New York

New York í sólarhring.

Ég flaug einu sinni til New York í fyrra og var þetta því í annað sinn sem ég kem til borgarinnar, gaman að koma aftur og svo mikið að skoða. Ég hefði auðvitað verið meira en til í að vera lengur, ég náði þó að skoða margt á stuttum tíma, borðaði líka rosalega mikið af góðum mat. Ég er orðin ferlega góð í því að smakka sem mest á stuttum tíma. Það var yfir 30°C stiga hiti og ég ákvað að eyða ekki mikið af tímanum í búðum, heldur naut þess að labba um borgina og smakka allskyns góðgæti. 
Við fórum út að borða á veitingastaðnum Koi. Dásamlegt sushi og ótrúlega flottur staður, mæli hiklaust með þessum stað ef þið eruð að fara til New York. Ég smakkaði spicy tuna rúlluna í fyrsta sinn og það opnaðist nýr sushi heimur fyrir mér. Nú hugsa ég ekki um annað, þarf að prufa að búa til þá rúllu sjálf. 
Ég tók svo mikið af myndum og mig langar að deila nokkrum með ykkur.  

 Íris, Elín Edda og ég. Ótrúlega skemmtilegt kvöld með skemmtilegu fólki. 
 Ferskir og ljúffengir ávextir

 Fyrir utan Rockefeller center

 Magnolia Bakery. Tók ansi margar myndir þar inni, ójá ég var svo sannarlega vandræðilegur túristi. Hvort ég var! En Magnolia fær sérstaka færslu og ég ætla að deila með ykkur fleiri myndum af þessu dásamlega bakarí. 

 Morgunmaturinn
 Nýja fallega kökubókin mín
 Alltof huggulegt augnablik. Ég var svo mikið ánægð á þessu augnabliki, að vera í central park, að borða ljúffengar kökur og að skoða nýju kökubókina. Jú og auðvitað að sóla mig! 

 Spicy Tuna í kaffitímanum, ég réð ekki við mig. Ég er svo alltof alltof hrifin af þessu sushi.

 Goddiva – uppáhalds súkkulaðibúðin

Ansi skemmtileg ferð og skemmtileg borg, hlakka til að fara þangað aftur í enda júlí. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

3 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *