Ég hélt mitt fyrsta bollakökunámskeið í vikunni og það var sérlega skemmtilegt. Enda er ekkert huggulegra en bakstur, svo það var ansi ljúft að eyða baksturskvöldi með flottum konum á Akranesi. Hver og ein bakaði og skreytti sínar bollakökur, ég sýndi nokkrar einfaldar skreytingar og sýndi einnig hvernig maður býr…
Chia grautur með banana. 1 dl haframjöl 1 1/2 dl vatn 1 1/2 dl mjólk 1 msk chia fræ 1/2 banani, stappaður smá salt Öllu blandað saman í pott og hitað við mjög vægan hita þar til grauturinn hefur þykknað, hrærið vel í á meðan. Stappið 1/2 banana mjög fínt…
Ég og amma áttum frekar notalegan dag saman í góða veðrinu á Akranesi. Fórum meðal annars á voðalega krúttlegt kaffihús hér á Akranesi, Garðakaffi. Úrvalið er mjög gott á þessu kaffihúsi og það er alltaf hægt að ganga að því vísu að fá eitthvað ljúffengt með kaffinu. Virkilega fínt kaffihús…
Edit vinkona mín er ótrúlega hæfileikaríkur ljósmyndari og ég bað hana um að taka nokkrar myndir af námskeiðinu sem og hún gerði. Hún bjó einnig til þetta krúttlega vídjó sem ég ætla að deila með ykkur kæru vinir. xxx Eva Laufey Kjaran
Valentínusardagurinn er á morgun, þann 14.febrúar. Íslendingar halda ekkert voðalega mikið upp á þann dag og fá helst grænar bólur ef minnst er á daginn. Mér finnst dagurinn sætur og kjörið tilefni til þess að gera eitthvað með elskunni sinni. Að elda ljúffenga máltíð saman og hafa það huggulegt er…
Þá er ég búin að halda fyrsta bollukökunámskeiðið og það tókst mjög vel. Ég var ótrúlega heppin með þáttakendur, ótrúlega flottar baksturs konur. Ég var svolítið stressuð til að byrja með en svo fór stressið um leið og við byrjuðum að baka. Á námskeiðinu þá bakaði hver og ein sínar…
Það er alltaf svolítið erfitt að vakna á mánudögum eftir ljúfa helgi. Augnlokin virðast vera þúsund kíló og rúmið aldrei jafn heillandi. Ég stökk fram úr rúminu með látum í morgun, fékk þá tilfinningu að ég væri búin að sofa yfir mig. Það er svo óþægileg tilfinning. Ég leit á…
Það styttist í bolludaginn dásamlega. Ég held mikið upp á bolludaginn þar sem ég veit fátt betra en mjúkar vatnsdeigsbollur með rjómafyllingu og góðu kremi. Vatnsdeigsbollur bjóða upp á marga möguleika og það er mjög gaman að prufa sig áfram. Þessi uppskrift að vatnsdeigsbollum kemur úr Gestgjafanum og mér finnst…
Á mánudaginn held ég mitt fyrsta bollakökunámskeið á Akranesi. Ég er með smá stresshnút í maganum en mikið sem ég hlakka til. Þetta verður að ég held ótrúlega skemmtilegt. Það eru enn nokkur laus pláss laus svo ef þið hafið áhuga á því að koma þá endilega sendið mér póst…
1. Vökuliðar í VR auglýsingu. 2. Rauðvín og pizza með hráskinku á sunnudagskvöldi. 3. Ljúffengur súkkulaðiþáttur fyrir Gestgjafann, mæli með næsta tölublaði kæru vinir. 4. Styrktar-og kökuveisla Vöku. 4. Súkkulaðibitakökur í myndatöku, uppskrifin að þeim kemur…