Fimm uppskriftir sem eiga vel við á Valentínusardaginn.

Valentínusardagurinn er á morgun, þann 14.febrúar. Íslendingar halda ekkert voðalega mikið upp á þann dag og fá helst grænar bólur ef minnst er á daginn. Mér finnst dagurinn sætur og kjörið tilefni til þess að gera eitthvað með elskunni sinni. Að elda ljúffenga máltíð saman og hafa það huggulegt er að mínu mati mesta rómantíkin. Elda saman í huggulegheitum, fá sér jafnvel vínglas og eyða kvöldinu saman á notalegu nótunum. Það þarf ekki að vera meira en það. Það er oft svo mikið að gera hjá fólki að maður gleymir að þessi augnablik skipta svo miklu máli, því er um að gera að bregða út af hversdagsleikanum og halda upp á daginn. 
Hér eru fimm uppskriftir sem að mínu mati eiga vel við á Valentínusardeginum. 
Ég vona að þið njótið vel kæru vinir. 
Pizza með BBQ kjúkling og fersku salati.
Kjúklingabringur í rjómasósu með beikoni og sveppum.
Ítalskar kjötbollur í ljúffengri sósu.
Nautalund og besta kartöflugratínið.
Einföld og dásamleg súkkulaðimús sem setur punktinn yfir i-ið.
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *