Þriðjudagar eru mexíkóskir á þessum bæ eins og ég hef sagt áður, þið sem fylgið mér á Instagram sáuð kannski þessa uppskrift í gær hjá mér? Þessar tortillaskálar með ljúffengri fyllingu slógu heldur betur í gegn og sú yngsta sem er ekki orðin tveggja ára elskaði þetta. Að þessu sinni…
Taco tuesdays eða þriðjudagar undir mexíkóskum áhrifum eru komnir til þess að vera á Instastory hjá mér. Á hverjum þriðjudag ætla ég að deila með ykkur uppskrift að einföldum og bragðgóðum uppskriftum sem eiga það sameiginlegt að vera á mexíkósku nótunum. Ég vona að þið eigið eftir að fylgjast með…
Ítalskar kjötbollur fylltar með mozzarellaSænskar kjötbollur með öllu tilheyrandi.Mexíkóskar kjötbollur með nachos flögum. Fiskibollurnar hennar ömmu Stínu. Fiskibollurnar hennar ömmu Stínu með asískum blæ. Njótið bolludagsins í botn kæru lesendur. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups.
Bollabæklingurinn árið 2019 kom út í vikunni og ég vann að honum í samstarfi við Nóa Síríus. Ég er virkilega ánægð með útkomuna og ég er alltaf jafn ánægð að sjá uppskriftirnar mínar á prenti, það er einhver sjarmi yfir því. Það hafa eflaust margir tekið forskot á sæluna í…
Jarðarberjaskyrkaka með ferskum berjum Kexbotn: 1 pakki LU Bastogne kex (eða annað gott kex) 100 g brætt smjör Aðferð: Setjið kex og brætt smjör í matvinnsluvél og maukið, þrýstið kexblöndunni á botninn og upp með börmunum á bökunarforminu (ég notaði nokkur lítil en yfirleitt nota ég form í stærð 24x25cm)…
Mánudagur: Smjörsteiktur þorskhnakki með blómkálsmauki og ferskum aspas Þriðjudagur: Kraftmikil haustsúpa með beikoni og hakki. Miðvikudagur: Einfalt sítrónupasta og ljúffengt mozzarella salat. Fimmtudagur: Ofnbökuð bleikja í teryaki sósu. Föstudagur: Pizzakvöld eða mexíkóskt? Bæði betra. Þetta ofur nachos með kjúklingi er tryllt! Helgarmaturinn: Ég er að útskriftast úr viðskiptafræði á laugardaginn…
Fimmtudagur: Matarmikil og súper góð sjávarréttasúpa sem þið eigið eftir að elska. Föstudagur: Föstudagspizzan er á sínum stað ásamt brjálæðislega góðum parmesan kartöflum. Laugardagur: Besti borgari allra tíma innblásinn af Gastro Truck. Sunnudagur: Smjörsteiktur humar og mögulega hvítvínsglas með? Maður spyr sig. Einfalt og gómsætt! Helgarbaksturinn: Döðlukakan sem enginn…
Janúar var býsna góður mánuður og ég er spennt að sjá hvað febrúar býður upp á. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Föstudagspizzan Pizzadeig 2 1/2 dl volgt vatn 3 tsk þurrger 2 tsk hunang 2 msk ólífuolía 400 – 450 g hveiti Aðferð: Leysið gerið upp í volgu vatni og það er afar mikilvægt að gerið sé volgt. Bætið hunangi saman við og hrærið vel í. Þegar byrjar að freyða…
Ljúffengt múslí 3 dl tröllahafrar 2 dl pekanhnetur 1 dl sólblómafræ 1 dl graskersfræ 1 dl kasjúhnetur 2 msk kókosolía 2 msk eplasafi 1 tsk hunang eða döðlusíróp 1 tsk kanill 1 dl þurrkuð trönuber (fara út í eftir að múslíið kemur út úr ofninum) Aðferð: Hitið ofninn í 180°C….