Heimalagað múslí

Ljúffengt múslí

  • 3 dl tröllahafrar
  • 2 dl pekanhnetur
  • 1 dl sólblómafræ
  • 1 dl graskersfræ
  • 1 dl kasjúhnetur
  • 2 msk kókosolía
  • 2 msk eplasafi
  • 1 tsk hunang eða döðlusíróp
  • 1 tsk kanill
  • 1 dl þurrkuð trönuber (fara út í eftir að múslíið kemur út úr ofninum)

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Blandið öllum hráefnum vel saman í skál.
  3. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír og dreifið múslíinu á plötuna.
  4. Bakið í um það bil 30 mínútur eða lengur. Fylgist vel með og hrærið nokkrum sinnum í blöndunni á meðan bökunartíma stendur. Þegar múslíið er orðið gullinbrúnt þá er það tilbúið.
  5. Kælið vel áður en þið berið fram. Bætið t.d. þurrkuðum berjum eða kókosflögum við múslíið þegar það kemur út úr ofninum.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *