Trylltar föstudagspizzur

Föstudagspizzan

 

Pizzadeig

  • 2 1/2 dl volgt vatn
  • 3 tsk þurrger
  • 2 tsk hunang
  • 2 msk ólífuolía
  • 400 – 450 g hveiti

Aðferð:

  1. Leysið gerið upp í volgu vatni og það er afar mikilvægt að gerið sé volgt.
  2. Bætið hunangi saman við og hrærið vel í.
  3. Þegar byrjar að freyða í skálinni er gerið klárt.
  4. Blandið olíu og hveitinu saman við í hrærivélaskál. Þið getið auðvitað hnoðað deigið í höndunum en mér finnst langbest að nota hnoðarann á hrærivélinni, það ferli tekur um það bil 4 – 6 mínútur. Deigið er tilbúið þegar það er orðið að kúlu og klístrast ekki við hrærivélaskálina.
  5. Setjið viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefa sig í klukkustund.
  6. Fletjið deigið út og smyrjið deigið með pizzasósu.
  7. Setjið það álegg sem þið viljið nota ofan á og bakið pizzuna við 220°C í um það bil tíu mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn.

Bragðmikil pizza með truffluolíu og þeyttum fetaosti

Það er pínulítið erfitt að segja til um magnið en þetta er svolítið smekksatriði, þið bara prófið ykkur áfram.

  • 1 skammtur pizzadeig
  • Hakkaðir  tómatar í krukku eða pizzasósa, magn eftir smekk
  • Mozzarella kúla, magn eftir smekk
  • 10 – 12 pepperoni sneiðar
  • 1/2 rautt chili, smátt skorið
  • Grænar ólífur
  • Truffluolía
  • 150 g hreinn fetaostur
  • 1 msk rjómi
  • Sjávarsalt

Aðferð:

  1. Fletjið deigið út og smyrjið deigið með hökkuðum tómötum.
  2. Rífið niður mozzarella og dreifið yfir pizzuna.
  3. Raðið pepperoni, smátt skornum ólífum og rauðu chili á pizzuna.
  4. Bakið við 220°C í um það bil tíu mínútur.
  5. Setjið fetaost, rjóma og smá salt í matvinnsluvél eða þeytið saman í hrærivél þar til blandan er orðin silkimjúk.
  6. Hellið smávegis af truffluolíu yfir pizzuna þegar hún er komin út úr ofninum og sprautið þeyttum fetaosti yfir.
  7. Berið strax fram og njótið!

Mexíkóskur draumur með rjómaosti

  • 1 skammtur pizzadeig
  • Hakkaðir tómatar í krukku eða pizzasósa, magn eftir smekk
  • Mozzarella kúla, magn eftir smekk
  • 250 g foreldaður kjúklingur kryddaður með mexíkóskri kryddblöndu, á að vera sterkur
  • Hreinn rjómaostur
  • Kóríander, smátt saxað
  • Nachos flögur

Hvítlauksolía

Aðferð:

  1.  Fletjið deigið út og smyrjið deigið með hökkuðum tómötum.
  2. Rífið niður mozzarella og dreifið yfir pizzuna.
  3. Skerið kjúkling í bita og steikið á pönnu upp úr olíu, kryddið með mexíkóskri kryddblöndu, salti og pipar og steikið þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
  4. Raðið kjúklingakjötinu á pizzuna.
  5. Bakið við 220°C í um það bil tíu mínútur.
  6. Saxið niður kóríander og sáldrið yfir ásamt nachos flögum.
  7. Pizzan er frábær með hvítlauksolíu.
  8. Berið strax fram og njótið.

Vonandi eigið þið ljómandi fína helgi framundan.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *