Vinir gefa lífinu lit, svo mikið er víst. Ég átti stórgott kvöld með bestu vinum mínum um helgina, við elduðum saman og þegar ég segi að við elduðum þá meina ég að Eva og Stefán elduðu ofan í okkur ljómandi gott satay kjúklingasalat sem okkur þykir svo gott. Að vísu…
Mjúkir kanilsnúðar með glassúr lífga upp á tilveruna, ég segi það og skrifa. Það er eitthvað svo ómótstæðilega gott við þessa snúða og heimilið ilmar svo vel á meðan bakstrinum stendur. Ég tengi þessa snúða alltaf við eina skemmtilega minningu frá því að ég bjó í Noregi. Bakkelsið í Noregi…
Ég elska fisk og þá sérstakleg lax, það er hægt að elda hann á svo marga vegu og hann er alltaf góður. Ég tíndi til það sem ég átti í ískápnum og úr varð lax í suðrænni sveiflu með léttri sósu. Ég borðaði yfir mig og gott betur en það…
1. Lærdómshuggulegheit í bústað. 2. Skrifaði undir útgáfusamning að matreiðslubók.:)) 3. Elsku besti afi Allan átti afmæli í síðustu viku. 4. Vinkonur á konukvöldi á Akranesi. 5. Fór í sumarbústað með frábærum vinum. Grilluðum, drukkum gott vín og höfðum gaman. Mikið sem ég er rík að eiga svona góða og…
Helgar rósirnar mínar sem eru svo fallegar. Þá er ný vika gengin í garð, ég hef það á tilfinningunni að þetta verði góð vika. Það boðar alltaf gott að vakna við það að sólin skín í gegnum gluggann. Það er vika síðan að ég skrifaði undir minn fyrsta útgáfusamning og…
Ég er alltaf að prófa mig áfram í safagerð og mér finnst það frekar skemmtilegt, ég er svo ánægð þegar þeir heppnast vel. Ég orðin verulega háð avókadó, borða það helst á hverjum degi. Það er bæði svakalega hollt og einstaklega gott, því ákvað ég að búa til safa með…
Þessi dagur er aðeins betri en aðrir dagar. Í morgun kvittaði ég undir útgáfusamning að matreiðslubók Evu. Mjög skemmtileg tilfinning og spennandi tímar framundan. Ég er svo óskaplega þakklát að hafa fengið þetta tækfæri, ég þakka nú góðum lesendum fyrir að hafa fylgt mér og án ykkar hefði ég ekki verið…
Vikan flaug áfram og var yfir full af verkefnum sem er gott og blessað, en engu að síður þá hafði ég ekki mikinn tíma til þess að stíga fæti inn í eldhús og því hef ég verið ódugleg að setja uppskriftir hingað inn í vikunni. Að vísu gerði ég mjög…
Í bakhúsi á Laugaveginum leynist gullmoli sem engin áhugamannekja um matargerð ætti að láta fram hjá sér fara. Þar hefur Auður Ögn Árnadóttir innréttað kennslueldhúsið Salt eldhús. Kennslueldhús sem bíður upp á ótrúlega fjölbreytt úrval matreiðslunámskeiða, þar sem þátttakendur elda sjálfir allan mat frá grunni án þess að stuðst sé…
Svona leit morgunverðurinn minn út, mjög góð byrjun á vikunni sem verður heldur annasöm. Ég er spennt fyrir verkefnum vikunnar og hlakka til að deila þeim með ykkur. Nú ætla ég hins vegar að fá mér kaffibolla númer þrjú, já það sagði enginn að það væri auðvelt að vakna snemma…