Lífið Instagrammað.

 1. Lærdómshuggulegheit í bústað. 
2. Skrifaði undir útgáfusamning að matreiðslubók.:))
 3. Elsku besti afi Allan átti afmæli í síðustu viku. 
4. Vinkonur á konukvöldi á Akranesi. 
 5. Fór í sumarbústað með frábærum vinum. Grilluðum, drukkum gott vín og höfðum gaman. Mikið sem ég er rík að eiga svona góða og skemmtilega vini. 
6. Við Þingvallavatn. 
 7. Ýsa í sannkölluðum sparibúning, uppskriftin kemur inn á bloggið á næstu dögum. 
8. Í dag fórum við að skoða íbúðir í Vesturbænum og keyptum okkur auðvitað ís í ísbúð Vesturbæjar. Planið er að flytja suður með haustinu, það verður skemmtilegt að prófa. 
Þið getið auðvitað fylgst með mér á Instagram, þið finnið mig þar undir evalaufeykjaran. 

  Ég vona að þið hafið átt góðan dag og eigið enn betra kvöld í vændum. Hér er chili marineraður lax að fara inn í ofninn og auðvitað deili ég þeirri uppskrift með ykkur ef rétturinn bragðast vel.
Njótið kvöldsins kæru vinir. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *