Sveitasæla og bananabrauð.

Vikan flaug áfram og var yfir full af verkefnum sem er gott og blessað, en engu að síður þá hafði ég ekki mikinn tíma til þess að stíga fæti inn í eldhús og því hef ég verið ódugleg að setja uppskriftir hingað inn í vikunni. Að vísu gerði ég mjög fínan spaghettí rétt sem ég ætla að deila með ykkur seinna í dag.
Nú er ég komin upp í sumarbústað og ætla að vera hér yfir helgina. Helgin er tileinkuð skrifum og lærdómi. Það góða við að vera upp í bústað er að nettenging er af skornum skammti og ég fæ ekki þá löngun að skrúbba allt og bóna. Í próflestri þá heillar ekkert meira en að byrja að þrífa fyrir sumarið, ég ræð ekki við mig og verð að sortera fataskápinn áður en ég glósa, bara VERÐ.  Hér í sveitinni er ekki fataskápur og  það er heldur ekkert sérlega skemmtilegt veður svo ég sit bara hér á náttfötunum og er búin að vera að skrifa í morgun. Eftir hádegi ætla ég að skipta yfir í lærdóminn.
Það má nú samt ekki gleyma því að það er helgi og því nauðsyn að gera svolítið vel við sig, á eftir ætla ég að  baka mér gott bananabrauð , það er svo gott með lestrinum. (allt fyrir lesturinn)
Ég vona að þið eigið góða helgi framundan kæru vinir. 
xxx
Eva Laufey Kjaran.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *