Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá mörgum að í dag er bleikur föstudagur, það er svo gaman að sjá hvað það eru margir sem taka þátt. Ég á ósköp fáar flíkur sem eru bleikar en ég fór í bleikum íþróttafötum í þrektíma í morgun svo það telst vonandi með. Ég…
Í síðustu viku hélt Ebba Guðný fyrirlestur hér á Akranesi. Hún fór yfir allskyns grunnatriði hvað varðar góða heilsu, bæði andlega og líkamlega. Hún fór yfir hvar við fáum lífsnauðsynlega fitu, góð prótein, hreinan mat og góð hráefni úr jurtaríkinu sem skipta okkur svo miklu máli. Þetta var mjög fróðlegur…
Mexíkósk kjúklingasúpa Mexíkósk kjúklingasúpa er líklega sú súpa sem ég elda oftast og fæ aldrei nóg af. Þegar von er á gestum er einstaklega gaman að bjóða upp á þessa matarmikla súpu og bera hana fram með nachos flögum, sýrðum rjóma og rifnum osti, þá geta matargestir bætt út í…
Mér finnst voða gott að byrja daginn á að búa mér til góðan safa eða gott boozt. Ég geri alltaf svolítið mikið svo ég á nóg til í ísskápnum. Það er gaman að prófa sig áfram í safa- og booztgerð. Ég á nokkra uppáhalds og ég ætla að deila með…
1. Mexíkósk veisla sem verður í bókinni Matargleði Evu sem fer að koma út. 2. Mamma og amma, hvar væri ég án þeirra? Þær hjálpuðu mér svo mikið við gerð bókarinnar, ég kláraði að taka myndir og elda réttina í þarsíðustu viku og auðvitað skáluðum við fyrir því. 3. Sátt og…
Laugardagsmorgnar eru uppáhalds. Eftir ræktina í morgun þá brunaði ég beint í bakaríið og keypti dásamleg rúnstykki og meðlæti. Fór heim og bjó til safa, hellti upp á og bjó til lítinn bröns fyrir okkur þrjú hér heima. Mig, Hadda og Allan litla bró. Ég vona að ykkar laugardagur hafi…
Það einfalda er stundum það besta. Uppskriftirnar sem ég ætla að deila með ykkur í dag eiga það sameiginlegt að vera einfaldar, fljótlegar og ótrúlega góðar. Ég bauð fjölskyldu minni upp á þessa rétti í vikunni og þau voru voða ánægð með matinn. Ég ætlaði að vera búin að setja…
Ég og Agla vorum í New York um daginn og hittum Stebba okkar sem var að flytja til borgarinnar. Þrátt fyrir stutt stopp náðum við þó að afreka ansi margt, best af öllu var þó að hittast, knúsast og hlæja. Planið er að fara í aðra heimsókn til hans í…
Þess vika hefur verið ansi viðburðarrík. Ég skilaði af mér myndum fyrir bókina, svo nú er lítið eftir og það styttist óðum í að bókin komi út. Mikið hlakka ég til að sýna ykkur hana loksins. Svo tók ég upp matarinnslag fyrir Síðdegisútvarpið, ég hef verið á mánudögum undanfarnar vikur…
Vertu velkomin mánudagur… vikan lítur vel út og margt skemmtilegt framundan. Mér finnst mánudagar svo fínir, í morgun er ég búin að skipuleggja vikuna og búa mér til dásamlegan safa. Í vikunni skila ég af mér öllum myndum fyrir bókina og fyrsti þátturinn „Í eldhúsinu hennar Evu“ verður tekinn upp….