Kjúklingasúpa og Rice Krispies kakan góða.

Mexíkósk kjúklingasúpa
Mexíkósk kjúklingasúpa er líklega sú súpa sem ég elda oftast og fæ aldrei nóg af. Þegar von er á
gestum er einstaklega gaman að bjóða upp á þessa matarmikla súpu og bera hana fram með nachos
flögum, sýrðum rjóma og rifnum osti, þá geta matargestir bætt út í þeim hráefnum sem þeim
hugnast best. Súpan er einföld og bragðgóð, en er sjaldnast eins því ég hef gaman af því að prófa mig
áfram og nota það sem til er af grænmeti hverju sinni.
 • 4 kjúklingabringur, smátt
 • skornar (eða heill kjúklingur,
 • skorinn í litla bita)
 • 1 rauð paprika, smátt skorin
 • 1 græn paprika, smátt skorin
 • 1 gul paprika, smátt skorin
 • 2 gulrætur, smátt skornar
 • ½ blaðlaukur, smátt skorinn
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 1 laukur, smátt skorinn
 • ½ rautt chili, fræhreinsað og
 • smátt skorið
 • 2 msk olía
 • 2 dósir saxaðir tómatar
 • 2 kjúklingakraftsteningar
 • 2-3 msk karrí
 • örlítið kjúklingakrydd
 • 2-2½ lítri vatn
 • 1 peli rjómi
 • 1 dós tómatpúrra
 • ½ flaska Heinz Chili tómatsósa
 • 200 g hreinn rjómaostur
 • salt og nýmalaður pipar

Hitið olíu á pönnu við vægan hita, saxið grænmetið smátt og steikið í smástund á pönnunni, bara rétt til að fá örlítinn gljáa. Setjið grænmetið í stóran pott, bætið vatninu, tómatpúrru, tómatsósunni, karrí, kjúklingateningum og söxuðum tómötum saman við, leyfið þessu að malla á meðan þið steikið kjúklinginn.
Skerið kjúklinginn í litla bita og steikið á pönnu upp úr olíu í stundarkorn, kryddið til með kjúklingakryddi, salti og pipar. Bætið kjúklingnum við súpuna. Látið hana sjóða við vægan hita í
10-15 mínútur. Að lokum er rjóminn og rjómaosturinn settur saman við. Gefið ykkur góðan tíma til að laga súpuna, látið hana malla aðlágmarki í 30 mínútur. Ég leyfi henni oft að sjóða við vægan hita í
um það bil klukkustund, en þess þarf auðvitað ekki. Bragðbætið
súpuna að vild, sumir vilja hafa karrí eða meiri pipar. Mikilvægt er að prófa sig áfram.
Rice Krispies kaka með
bönunum og karamellusósu
Þessi kaka er í algjörum sérflokki, hún er bæði einföld og svo gómsæt. Ég smakkaði hana fyrst fyrir
nokkrum árum í kökuklúbbi sem við vinkonurnar stofnuðum á sínum tíma og ég kolféll fyrir henni.
Enda erfitt að standast þá freistingu þegar Rice Krispies og gott súkkulaði er sett saman.
Botn
 • 100 g smjör
 • 100 g suðusúkkulaði
 • 100 g Mars súkkulaðistykki
 • 4 msk síróp
 • 5 bollar Rice Krispies
 • 1 peli rjómi
 • Karamellusósa
 • 1 poki Góa kúlur
 • ½ dl rjómi

aðferð:
Bræðið smjör við vægan hita, setjið súkkulaðið saman við og
leyfið því að bráðna. Bætið sírópinu því næst við og hrærið vel
saman, passið að hafa vægan hita svo blandan brenni ekki. Þegar
allt er orðið silkimjúkt er gott að blanda Rice Krispies út í.
Hellið blöndunni í form og leyfið botninum að kólna í kæli í að
minnsta kosti 15 mínútur. Skerið tvo banana og setjið þunnar sneiðar yfir botninn. Þeytið rjómann og dreifið yfir botninn.
Karamellusósa
Bræðið Góa kúlurnar við vægan hita í rjómanum. Setjið karamellusósuna
í kæli í stutta stund áður en þið setjið hana ofan á rjómann. Mjög mikilvægt er að sósan sé ekki of heit þegar hún er sett á rjómann því hætt er við að rjóminn bráðni og það viljum við svo sannarlega ekki. 

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

 • Þarftu fjármagna aðstoð eða lán ?, tengilið (europa-prestamos@hotmail.com) þannig að ég get sent þér lánskjör og skilyrði fyrir láni þínu. samband við okkur núna

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *