Í vikunni kom út hátíðarbæklingur Hagkaups og þar má finna ljúffengar uppskriftir fyrir jólin. Kalkúnn, önd, nautakjöt og miklu meira í fallegu blaði sem þið getið skoðað hér. Ég er að minnsta kosti búin að velja nokkra rétti sem mig langar að prófa núna um jólin en ég er til dæmis…
Smákökusamkeppni KORNAX hefur verið haldin í aðdraganda jólanna undanfarin ár og ég hef verið svo heppin að fá að dæma í keppninni síðastliðin tvö ár. Í keppninni keppa áhugabakarar um besta jóla smákökuna og það er hreint ótrúlegt hvað það eru margar ómótstæðilegar kökur í keppninni, það er ekki auðvelt…
Gleðilega aðra aðventu kæru lesendur. Mikið vona ég að helgin ykkar hafi verið uppfull af notalegheitum með fjölskyldu og vinum. Ég hef lítið sinnt blogginu að undanförnu en ég er búin að vera í prófum og lítill tími gefist fyrir bakstur og eldamennsku. En nú verð ég dugleg að setja…
Um helgar er tilvalið að nostra svolítið við morgunmatinn og í morgun útbjó ég þessar einföldu og gómsætu eggja- og beikonskálar. Ég mun pottþétt bera þessi egg fram í næsta brönsboði en þau er ótrúlega góð, maður fær allt í einum bita. Stökkt beikon, stökkt brauð og silkimjúkt egg….
Desember er genginn í garð og lætur heldur betur til sín taka. Veðrið er ekki upp á sitt besta eins og þið hafið eflaust tekið eftir og ekkert gott að vera að þvælast úti við ef erindið er ekki brýnt. Ég legg til að þið fáið ykkur þennan ómótstæðilega súkkulaðibolla,…
Það kannast flestir við þetta brauð en það kallast pottabrauð og er án efa einfaldasta brauð í heimi. Í gærkvöldi áður en ég fór að sofa blandaði ég nokkrum hráefnum saman og leyfði deiginu að lyfta sér yfir nótt, í morgun þurfti ég eingöngu að hnoða það örlítið og skella…
Í gærkvöldi fór fram landssöfnun Samhjálpar til uppbyggingar á meðferðarheimilis í Hlaðgerðarkoti. Söfnunin gekk frábærlega og við söfnuðum rúmlega 80 milljónum sem er algjörlega frábært, það var svo gaman að fá að taka þátt í söfnuninni en við Ásgeir Erlendsson vorum í símaverinu með fullt af skemmtilegu fólki. Ég var…
Bökur fylltar með allskyns góðgæti, bæði sætar og ósætar eru algjört lostæti. Eins og ég sagði ykkur frá í síðustu færslu vorum við Haddi í París fyrir nokkrum vikum og auðvitað fékk ég mér Quiche Lorraine og sætar bökur með vanillubúðingi og berjum. Bökur eru franskar að uppruna og því…
Í byrjun nóvember heimsóttum við Haddi París í annað sinn. Borgin er ein sú fallegasta og nutum við okkur í botn í þessari heimsókn. Við leigðum til dæmis hjól og hjóluðum um alla borg, skoðuðum fallegar byggingar og borðuðum dýrindis mat og kökur í öll mál. Hugur okkar hefur að…
Ég fékk svo hrikalega góðan kjúklinganúðlurétt hjá góðum vinum um daginn og fékk leyfi til þess að birta uppskriftina hér. Þetta er einn af þessum réttum sem þið hættið ekki að hugsa um og viljið helst sleika diskinn, hann er það góður. Ég held mikið upp á einfaldar, fljótlegar og…