Bragðmiklar kjúklinganúðlur sem allir ættu að prófa

Ég fékk svo hrikalega góðan kjúklinganúðlurétt hjá góðum vinum um daginn og fékk leyfi til þess að birta uppskriftina hér. Þetta er einn af þessum réttum sem þið hættið ekki að hugsa um og viljið helst sleika diskinn, hann er það góður. Ég held mikið upp á einfaldar, fljótlegar og bragðgóðar uppskriftir og það má með sanni segja að þetta sé ein af þeim. Bragmikill kjúklingur með fersku grænmeti, góðri sósu og stökkum wasabi hnetum… allt í einum bita! Ég er að segja ykkur það, þið verðið að prófa þennan rétt.
Njótið vel.

Kjúklinganúðlur með wasabi sósu

  • 800 g
    kjúklingakjöt (ég notað úrbeinuð læri)
  • 2 dl sojasósa
  • 2 dl sweet chili
    sósa
  • 200 g núðlur
  • 1 rautt chili
  • 1 agúrka
  • 1 rauð paprika
  • 2 stilkar
    vorlaukur
  • kóríander
  • límóna
  • salt og pipar
  • Wasabi hnetur

 

Aðferð:
  1. Blandið sojasósu og sweet chili sósunni saman.
  2. Leggið kjúklingakjötið í eldfast mót og hellið
    sósunum yfir. Gott er að leyfa kjúklingnum að marinerast í 1 – 2 klst. Þess
    þarf ekki en kjúklingurinn verður bragðbetri. Kryddið til með salti og pipar.
  3. Eldið kjúklinginn
    við 180°C í 25 – 30 mínútur.
  4. Skerið agúrku, papriku og vorlauk mjög smátt.
  5. Sjóðið núðlurnar
    samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.
  6. Skerið
    kjúklinginn í munnbita þegar hann er klár og blandið honum saman við núðlurnar
    og grænmetið. Það ætti að vera sósa í fatinu sem er frábær út á núðlurnar.
  7. Berið núðlurnar
    fram með kóríander, límónu, bragðmikilli wasabi sósu og hnetum.

 

Bragðmikil sósa með wasabi og límónu

  • 1 dós sýrður rjómi 10% t.d. frá MS
  • 3 – 4 msk majónes
  • Wasabi paste,
    magn eftir smekk
  • Safinn úr hálfri
    límónu
  • 1 tsk hunang
  • Salt og pipar

 

Aðferð:
  1. Blandið öllu
    saman í skál, best er að byrja að setja minna en meira af wasabi þar sem það er
    afar sterkt. Gott er að geyma sósuna í kæli í 30 mínútur áður en hún er borin
    fram. Það gildir með allar kaldar sósur.

 

Ég vona að þið eigið gott miðvikudagskvöld framundan.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *