Aspas og parmaskinka

Ég er sérstaklega hrifin af aspas. Mér finnst hann góður ofan á pítsu, í súpu, í brauðréttum og hvaðeina! 
Alla vega finnst mér  hann ljúffengur! Ég prufaði ansi góðan aspas rétt um helgina, hann heppnaðist mjög vel. Ég hef séð réttinn í ótal mörgum blöðum og matreiðsluþáttum. Hann er víst sérlega góður með hollandaise sósu og borin fram sem forréttur. 
 Við borðuðum hann þó sem meðlæti með nautakjöti. 
Aðferð

Byrjið á því að skræla neðri hlutan af aspasinum og sjóðið hann í saltvatni í fjórar mínútur. Þerrið hann vel og vefjið parmaskinkusneiðum í kringum. 
Ég lét eina sneið af parmaskinku í kringum tvo aspasstöngla. 
Penslið smá ólífuolíu yfir og stráið salt&pipar yfir. 
Inn í ofn við 210°C í 10 mínútur. 
Stráið rifnum parmesan ost yfir og smá ólífuolíu þegar að hann er kominn út úr ofninum.
Stökkur aspas með parmaskinku og parmesan osti. 
Ótrúlega gott! Næst ætla ég að prufa að hafa þennan rétt sem forrétt og hafa hollandaise sósu með.
Það verður svo sannarlega í bráð vegna þess að þetta var ljómandi þá meina ég ljómandi gott.

Nautakjöt, smjörsteiktir sveppir, aspas vafin í parmaskinku, hvítlaukschili kartöflubátar og salat. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *