30.10.12

Komin heim í heiðardalinn! Mikil ósköp sem ég hafði það gott í Noregi hjá systur minni og hennar prinsum. Það hefði verið ansi ánægjulegt að vera lengur en sem betur fer er ekki langt í jólin og þá kemur öll fjölskyldan hingað heim. Mikið sem það verður nú gott. 
Við komum systur minni aldeilis á óvart. Á afmælisdaginn hennar sem var á sunnudaginn þá létum við hana hafa pakka og í pakkanum var farmiði til Íslands, þannig að hún kom með okkur heim í dag og verður hér í nokkra daga. Það er nú svakalega gott að hafa hana hér! 
Það bíða mín nokkur verkefni svo ég verð að halda áfram áður en að ég fer að sofa þannig ég kveð ykkur í bili en ég vil minna ykkur á gjafaleikinn á blogginu, ég dreg út heppin vinningshafa á morgun. Hvet ykkur til þess að taka þátt kæru vinir. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

2 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *