Washington ferð með mömmu

Þessi ferð – þessi borg! Æði. Ég var sérdeilis heppin með það að mamma mín kom með til Washington. Stutt stopp – en tíminn nýttur vel! Ég var að vinna með ótrúlega skemmtilegri áhöfn og fórum við öll saman út að borða og höfðum það virkilega skemmtilegt saman, komum seint heim og dönsuðum langt fram eftir kvöldi! Mikið fjör. Svo var rise and shine eldsnemma til þess að túristast – og versla pínkupons. Hitinn var yfir 40°stig svo það var ansi heitt…. Washington er dásamleg, ég ætla aftur og þá ætla ég að vera lengur 😉 Stórkostlegar byggingar, allt svo snyrtilegt og hún gjörsamlega faðmar mann þegar að maður kemur. Mikið um gróður – prívat og persónulega þá finnst mér hún pínu Evrópsk. En ég og mamma náðum að skoða ansi margt -og við náðum líka að eyða miklum tíma í búðum:-) Borðuðum góðan mat og höfðum það sérdeilis gaman saman…

Dásamlegt stopp!

xxx

 

xxx

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *