Vikuseðilinn – í lok maí!

Mánudagsfiskurinn er ljómandi góð ýsa í pestósósu með svörtum ólífum og parmesan.

Kjúklingasalat á þriðjudegi er afar góð hugmynd, elska þetta japanska kjúklingsalat með stökkum núðlum.

Spergilkálssúpa sem yljar á miðvikudegi, ágætt að hreinsa aðeins til í ísskápnun og útbúa góða og kraftmikla súpu.

Fimmtudagur er hluti af helginni og þess vegna má alveg skella í litríkan og dásamlega bragðgóðan rétt sem allir í fjölskyldunni elska. Kjúklinga enchiladas með öllu tilheyrandi!

Föstudagspizza – heilaga pizzakvöldið okkar!

Helgarbaksturinn er ææææðisleg döðlukaka með karamellukremi.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *