Vellíðan.

Kannist þið ekki við tilfinninguna þegar að þið hafið ekki komist út til þess að hreyfa ykkur hvað allt getur verið ómögulegt? Þannig er mér búið að líða undanfarna daga. Þreyta, leti og ómögulegheit. Mikil ósköp, ég veit ég hef sagt það ansi oft en ótrúlegt hvað hreyfing gerir gott fyrir sálina. Líka mjög fínt að vera þreytt fyrir miðnætti í stað þess að næturhrafnast fram eftir öllu og detta úr rútínu. 
En í kvöld fór ég loksins í zúmba. Hálsinn orðinn fínn og þá er allt einsog það á að vera. 
Hreyfing getur öllu breytt. Sagði mér líka ein sniðug kona að besta ráðið við fýlu og pirring er að fara út í göngutúr, ómögulegt að vera í fýlu í göngutúr í fallegu veðri. Tala nú ekki um ef maður nær göngutúr með góðri vinkonu. Það er gott ráð við ómöguleika – að reima skóna og skunda út. Það geri ég iðulega, sérlega þegar að ég er komin í strand við lærdóminn. Þá er ekkert betra en að henda heilanum í göngutúr. 
Ég veit hvað myndagæðin eru stórkostleg, ég er svo flink á kameruna eða hitt og heldur. En norðurljósin eru loksins komin og þau eru svo ótrúlega falleg. Love it!
xxx

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *