Í gær þá bakaði ég vanillubollakökur og prufaði nýtt krem, sem er að mínu mati eitt það allra yndislegasta. Uppskrift af bollakökunum finnið þið hér
Karamellukrem.
400 gr. Karamellur
6 dl. Rjómi
Ath! Það þarf að byrja að laga kremið deginum áður en við ætlum að nota það.
Ósköp einfalt. Setjum rjóma og karamellur í pott. Hitum við vægan hita og hrærum vel í, eftir nokkrar mínútur verður þetta orðið að dásamlegri sósu. (Það er náttúrlega súper að nota þessa sósu ofan á ís með ferskum ávöxtum, mmm) En það er önnur saga, nú einbeitum við okkur að kreminu.
Þessir herramenn sáu um að hræra og smakka.
Sjá hvað ég er rík! Vantaði að vísu elsta prinsinn, en hann verður með í bakstrinum næst.
Er þetta ekki fallegt?
Inn í ísskáp yfir nótt.
Bollakökurnar tilbúnar að fara í ofninn.
Mmmm.
Þá er bara að skella þessu í hrærivélina í 3 – 4 mínútur.
Tilbúið!
Bollakökurnar skreyttar og fínar.
Smá dúllerí, ég bræddi fáeinar karamellur saman við rjóma ( 3-4 karamellur og 1/2 dl. Rjómi )og dreifði yfir kökurnar. Bara pínupons, setur fallegan svip á kökurnar.
Þetta krem er algjörlega þess virði að prufa.
Njótið
xxx
Eva Laufey Kjaran