V I K U S E Ð I L L

Laxasalatið sem ég elska er frábær byrjun á vikunni. Allt sem mér þykir gott í einu salati, hollt og fáránlega ljúffengt.
Á þriðjudaginn ætla ég að elda vængi og fá fólk til mín í mat, að sjálfsögðu ætlum við að horfa á leikinn á meðan. Klístraðir vængir og góður félagsskapur, það klikkar ekki.
Mexíkóskt salat með stökkum kjúkling er hrikalega gott og einfalt. Ég þori að veðja að allir í fjölskyldunni eiga eftir að elska þennan rétt.
Matur er á korteri er algjör snilld og þessi réttur er einn af þeim. Súpergott kjúklingapasta með heimagerðu spínat-og basilíkupestói.
17.júní er á föstudaginn og því tilefni til þess að gera vel við sig í mat. Nautalund með bernaise eða piparostasósu slær alltaf í gegn á mínu heimili. Hrikalega gott!
Helgarbaksturinn er þessi ómótstæðilega marengskaka með kókosbollum og karamellukremi. Algjör bomba sem enginn fær nóg af.
Ég vona að þið eigið góða viku framundan.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefnin í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *