Mér finnst ferlega gaman að hlaupa, að vísu finnst mér ekkert sérlega gaman að koma mér í form. Þá er allt svo erfitt og ótrúlega erfitt að koma sér af stað, en um leið og maður hefur komist yfir ákveðið þrep, þegar maður finnur að maður hefur betra úthald og líkaminn styrkist þá líður manni vel. Það er svo ótrúlegt hvað hreyfing hefur áhrif á andlegu hliðina. Ég tók þá ákvörðun skömmu eftir áramót að koma mér í ágætt hlaupaform. Mig langar mjög mikið að hlaupa hálft maraþon í sumar, nú hef ég verið að hlaupa að einhverju viti í rúman mánuð og finn strax mun á mér. Þetta kemur allt smám saman, góðir hlutir gerast hægt.
Ég er ekki að hlaupa til þess að grennast. Það er ekki mitt plan, ég vil heldur einbeita mér að því að styrkja líkamann minn og auka úthald. Í morgun þá fór ég rúma 7 km í blíðunni hér á Skaganum, það var mjög gott en það var fremur kalt. Í næstu viku stefni ég á 10 km útihlaup.
Elísabet bjó til fyrir mig hlaupaprógram sem ég hef fylgt og það er svo ótrúlega gaman að finna fyrir árangrinum. Það er stórkostleg tilfinning að geta hlaupið aðeins meira og meira í hvert skipti. Vefslóðin er ; www.betanaering.is .