Tartalettur

Tartalettur – eitt af því besta sem ég fæ. (fylltar með allskyns góðgæti) Vinkona mín hún Fedda kom mér á lagið með ostafylltum tartalettum – það var ást við fyrsta smakk. Þær eru hreinlega of góðar til þess að vera sannar.
Ég varð að deila þessum ástarblossa með ykkur..
Ég var að gera uppskrift fyrir ca. 30 tartalettur og ég notaði:
1x Camenbert
1x Piparost
1x Hvítlauksost
Matreiðslurjómi – ca. heill peli.
Þetta er láta malla vel saman á vægum hita, tekur svolítinn tíma en það er vel þess virði.
Ein askja af sveppum og tvær paprikkur. Skorið smátt og steikt í smá stund á pönnu.
Svo þegar að osta-sósan er klár þá er grænmetið skellt ofaní og þetta látið malla í smá stund.
Svo er bara að fylla tartaletturnar vel og vandlega… og skella þessu svo inn í ofn í ca. 5-10 mín.
Svo er ótrúlega gott að hafa eðal-syltetöj með

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *